Glæsilegt Opið World Ranking íþróttamót Sleipnis og Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar verður haldið að Brávöllum dagana 17– 20 maí.

Miðað er við að mótið hefjist á fimmtudagskvöldi á skeiðleikum á vegum Skeiðfélagsins. Þetta verða jafnframt fyrstu skeiðleikar ársins og nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon

 Þetta er í fjórða skiptið sem WR íþróttamótið er haldið og hefur þátttakan undanfarin ár verið gífurleg , það má því segja að mótið sé að festa sig í sessi sem eitt stærsta íþróttamót ársins.

Nú er opið fyrir skráningu og lokar hún sunnudagskvöldið 13.maí. Mótanefnd Sleipnis hvetur fólk til þess að skrá tímanlega því takmörkun á þátttökufjölda er settur á allar keppnisgreinar. 

Frekari útlistun á fjölda er hér neðar í auglýsingunni. Ekki er þátttökutakmörkun í greinar Skeiðfélagsins.

Öll skráning fer fram inn á Sportfeng þar sem velja þarf Sleipni sem mótshaldara: 
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

            Eftirfarandi greinar eru í boði á WR mótinu

  • • Meistaraflokkur : T1,V1,F1,T2 og Gæðingaskeið
  • • 1.flokkur : T3,V2,F2,T4 og Gæðingaskeið
  • • 2.flokkur : V2,T3,T7 og F2
  • • Ungmennaflokkur : V2,F2,T3,T4 og Gæðingaskeið
  • • Unglingaflokkur : V2,F2,T3 og T7 
  • • Barnaflokkur : V2,F2,T3 og T7

Skeiðgreinar : 250 m skeið, 150 m skeið og 100 m skeið

Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: gjaldkeri@sleipnir.is

Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.

Fjöldatakmarkanir

Keppnisgrein Flokkur

Fimmgangur Meistara 25

Fimmgangur 1.flokkur 25

Fimmgangur 2.flokkur 10

Fimmgangur Ungmennaflokkur 15

Fimmgangur Unglingaflokkur 10

Fjórgangur Meistara 25

Fjórgangur 1.flokkur 25

Fjórgangur 2.flokkur 10

Fjórgangur Unglingaflokkur 15

Fjórgangur Ungmennaflokkur 15

Fjórgangur Barnaflokkur 10

Gæðingaskeið 1.flokkur ótakmarkað

Gæðingaskeið Meistaraflokkur ótakmarkað

Gæðingaskeið Ungmennaflokkur ótakmarkað

Tölt T1 Meistaraflokkur 20

Tölt T2 Meistaraflokkur 10

Tölt T4 1.flokkur 10

Tölt T4 Ungmennaflokkur 10

Tölt T3 1.flokkur 20

Tölt T3 2.flokkur 15

Tölt T3 Unglingaflokkur 15

Tölt T3 Ungmennaflokkur 15

Tölt T3 Barnaflokkur 15

T7 Barnaflokkur 10

T7 2.flokkur 10

Skráningargjald er 6000 kr á grein fyrir fullorðna og ungmenni, 5000 kr fyrir unglinga og 4000 kr fyrir börn. 

Í öllum skeiðgreinum Skeiðfélagsins er gjald 3000 kr.

Vakin er athygli á því að 2.flokkur er ætlaður minna keppnisvönum knöpum.

Íþróttamótsnefnd Sleipnis hvetur sína félagsmenn að sjálfsögðu til þátttöku í öllum greinum.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og / eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.

Með von um að sjá sem flesta.

Mótanefnd Sleipnis og Skeiðfélagið

17 Jun, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


Júní
20Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
27Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Júlí
4Júl Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 138 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1626
Articles View Hits
2754914