Síðustu Skeiðleikar ársins
Miðvikudaginn 5.september verða haldnir síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar árið 2018. Skeiðleikarnir munu fara fram á Brávöllum á Selfossi.
Veður spáin er góð og allar aðstæður ættu því að vera frábærar fyrir skeiðkappreiðar!
Skráning er hafinn og fer fram í gegnum sportfeng þar sem velja þarf skeiðfélagið og viðburðinn „skeiðleikar 5“. Skráningu lýkur í kvöld mánudagskvöldið 3.september.
Skráningargjald í hverja keppnisgrein er 3000 krónur.
Senda skal staðfestingu á millifærslu á skeidfelagid@gmail.com
Nú eins og undanfarin ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið.
Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

 

1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Staða efstu knapa í heildarstigakeppninni
Nafn Stig
Konráð Valur Sveinsson 92
Bjarni Bjarnason 48
Davíð Jónsson 46
Guðmundur Björgvinsson 46
Árni Björn Pálsson 36
Sæmundur Sæmundsson 34
Sigurður V.Matthíasson 25
Glódís Rún Sigurðardóttir 23
Ólafur Örn Þórðarson 22
Sigurbjörn Bárðarson 20
Sigurður Sigurðarson 20

Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon.
Það er því til mikils að vinna á síðustu skeiðleikum ársins og glæsileg verðlaun í boði.

15 Oct, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


Október
17Okt Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
17Okt Fim 13:50 - 15:45 Frátekin v. FSU Hestabraut 
18Okt Fös 14:00 - 19:00 Frátekin v. Reiðmannahópur 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 277 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1665
Articles View Hits
3029357