Fræðslunefnd Sleipnis býður uppá námskeið í formi einkatíma hjá úrvals reiðkennurum í vetur í reiðhöll félagsins. Á miðvikudögum, frá og með 22. janúar, verða Bergur Jónsson og Maiju Varis með reiðkennslu í formi einkatíma, 45 mínútur hver tími. Í þessum tímum er farið yfir þau atriði sem þarf að bæta hjá knapa og hesti svo samspil þeirra verði enn betra. Knapinn þekkir sinn hest, bæði kosti og galla, og það er hann sem ákveður hvaða atriði hann vill vinna með til bæta sig og hestinn sinn því það er eins með menn og hesta að enginn fullkominn. Bergur og Maiju eru bæði mjög reyndir reiðkennarar og með mikla reynslu á sínu sviði. Það er því tilvalið að fara á námskeið hjá þeim og fá leiðsögn að settu marki, hvort sem er í keppni eða almennum útreiðum. 

Námskeiðin standa yfir í 10 vikur þar sem kennt er annan hvern miðvikudag og því gefst tækifæri að fara yfir það sem lagt er upp með í hverjum tíma.
Bergur verður með tíma 23. jan, 6. feb, 20. feb, 6. mars og 20. mars
Maiju verður með tíma 30. jan, 13. feb, 27. feb, 13. mars og 27. mars

Námskeiðið kostar kr. 33.000 og er hægt að gefa út kvittun fyrir viðkomandi stéttafélag sé þess óskað.
Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

14 Dec, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


Desember
14Des Lau 8:00 - 18:00 Frákekið v. reiðmaðurinn 
15Des Sun 8:00 - 18:00 Frákekið v. reiðmaðurinn 
19Des Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 197 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1677
Articles View Hits
3221932