Helgina 19. - 21. janúar 2018 mun Kristín Lárusdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í tölti, halda reiðnámskeið í reiðhöllinni á Brávöllum. Kristín er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Námskeiðið er í formi einkatíma og verður skipulag helgarinnar eftirfarandi:
Föstudagur 19. jan. 20 mín þar sem farið er yfir markmið helgarinnar hjá hverjum og einum.
Laugardagur 20. jan. 40 mín tímar fyrir og eftir hádegi.
Sunnudagur 21. jan 40 mín tímar fyrir og eftir hádegi.
Þátttakendur mæta með sitt eigið hross og fá leiðbeiningar og kennslu hvernig hægt sé að bæta bæði hross og knapa.
Verð kr. 35.000. 5 pláss í boði
Opnað verður fyrir skráningu 30. nóvember 2017 og fer skráning fram í gegnum Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd