Opið World Ranking íþróttamót Sleipnis fór fram í dag á Brávöllum á selfossi í blíðskaparveðri. Keppt var í fjógangi meistaraflokki og fjórgangi ungmenna. Það má með sanni segja að keppnin hafi verið jöfn og spennandi og einkunnir háar í takt við góðar sýningar. 

Í kvöld fóru svo fram samhliða íþróttamótinu fyrstu skeiðleikar ársins. Skeiðfélagið í samstarfi við hestavöruverslunina Baldvin og Þorvald standa fyrir þessari skemmtilegu mótaröð. Það er til mikils að vinna fyrir þann sem flest stig hlýtur á þeim fimm skeiðleikum sem haldnir eru.

Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefur sigurvegara skeiðleikanna 100.000 króna gjafaúttekt í verslun sinni. Til minningar um hinn merka hestamenn og einn af forsvarsmönnum Skeiðfélagsins gefa Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir farandgrip sem ber nafnið „Öderinn“.

Mótið heldur áfram á morgun með keppni í fimmgangi og eftirfarandi er dagskrá föstudagsins.

Read more: WR mótið 24.maí / dagskrá dagsins og úrslit gærdagsins

Opið WR íþróttamót Sleipnis hófst í gær miðvikudaginn 22.maí. Keppt var í hinum ýmsu töltgreinum í mismunandi flokkum. Hér eru úrslit miðvikudagsins. Mótið heldur áfram í dag þegar keppt er í Fjórgangi meistaraflokki og fjórgangi ungmenna.

Í kvöld eru það síðan skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar þar sem flestir af fljótustu vekringum landsins eru skráðir til leiks.

Hér má finna dagskrá fimmtudagsins og uppfærða ráslista.

Dagskrá Fimmtudagsins 23.maí og uppfærðir ráslistar
Fimmtudagur 23.maí
12:30 Fjórgangur V1 Meistaraflokkur knapi 1-20 
14:30 kaffihlé 15 mín
14:45 Fjórgangur V1 Meistaraflokkur 21-40
16:45: 15 mín hlé
17:00 Fjórgangur V1 Ungmennaflokkur 

Kvöldmatarhlé
20:00 Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar
250 metra skeið
150 metra skeið
100 metra skeið

Read more: WR mótið 23.maí / dagskrá dagsins og úrslit gærdagsnis

Þá er frábærum Gæðingaleikum GDLH og Sleipnis lokið í frábæru veðri á Brávöllum og gekk allt eins og frábært gæðingamót á að ganga, auðvitað með örlitlum tölvuvandræðum en allt fór vel.

En hér koma úrslit dagsins og minnum við á næsta Vetrarmót Sleipnis – Furuflís og Byko þann 6. apríl þar sem unghrossaflokkur bætist við þannig kæru Sleipnisfélagar endilega byrjið að pússa ungviðið því það er kjörið tækifæri að koma með það og monta ykkur á ræktuninni ykkar.

Read more: Úrslit frá 2.vetrar- Gæðingaleikum Sleipnis - Furuflísar og Byko

Þá er fyrsta vetrarmóti Sleipnis lokið og þökkum við keppendum og áhorfendum kærlega fyrir snarpt og gott mót.

Næsta mót verður haldið 16. Mars næstkomandi og verður það mót með örlítið beyttu móti þar sem við verðum í samstarfi með Gæðingadómarafélagi Íslands. Það mót verður auglýst síðar og koma allar þær upplýsingar sem þurfa þar.

Úrslit fóru þannig

# Pollaflokkur
Leifur Máni Atlason - Þór frá Selfossi
Kormákur Tumi Arnarsson - Litli Jarpur
Katla Björk Arnarsdóttir - Tígull frá Ósabakka

# Barnaflokkur

1. Hilmar Bjarni Ásgeirsson - Greifi frá Hóli -- 12 stig
2. María Björk - Hnota frá Valstrýtu -- 10 stig
3. Viktor Óli Helgason - Emma frá Árbæ -- 8 stig
4. Sigríður Pála Daðadóttir - Djákni frá Stokkseyrir -- 7 stig
5. Eiríkur Freyr - Eydís frá Skúfslæk -- 6 stig
6. Svandís Svarvarsdóttir - Hektor frá Miðengi -- 4 stig
7. Hrafnhildur Svava - Eldar frá Vestra-Stokkseyraseli -- 2 stig

Read more: Úrslit frá 1. Vetrarmóti Sleipnis, Byko og Fururflís

25 May, 2019

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraFlettingar á síðu

Users
3
Articles
1616
Articles View Hits
2713242