Æskulýðsnefnd Sleipnis býður til óvissuferðar fyrir börn, unglinga og ungmenni einhverntíma á næstu dögum. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast vel með vef félagsins varðandi nánari dag og tímasetningar.  Nauðsynlegt reyndist að breyta tímasetningu vegna breytinga á dagskrá annars félags. Um er að ræða ferðalag með rútu. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér mat, því grillaðar verða pylsur og annað góðgæti í ferðinni. Foreldrar eru hvattir til að koma með, en það er þó ekki sett sem skilyrði. Auglýst er eftir grillmeistara til fararinnar. Verð fyrir hvern einstakling, barn eða fullorðinn, er  500 kr. Ferðin er niðurgreidd með flöskusölu og sjálfboðaliðastarfi og eru allir foreldrar og börn hvött til að vera virk í starfi félagsins. Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri og vera í góðum skóm. Skrá þarf þátttöku í óvissuferðina á netfangið raga@nett.is. Nánar auglýst síðar      Æskulýðsnefndin / RS

Skráning fyrir mótið verður mánudagskvöldið 27. apríl en ekki sunnudagskvöldið eins og var auglýst!
Haft verður sami opnunartími en sú breyting varð á að einnig verður hægt að leggja inn á félagið en verður þá að vera búið að greiða í síðsta lagi þriðjudagskvöldið 28. apríl. Þeir sem ekki verða búnir að greiða fyrir þann tíma fá ekki þáttökurétt.
Minnum við fólk á að keppendur þurfa að vera skráðir í eitthvert hestamannafélag til að taka þátt en mótið er opið. Einnig þurfa hross að vera grunnskráð í worldfeng.

Hvetjum alla til að taka þátt og eiga skemmtilega helgi !
Kveðjur, mótanefnd

Firmakeppni Sleipnis fór fram þann 25. apríl í blíðskaparveðri og var skráning ágæt í alla flokka.  Dagskráin hófst með hópreið félagsmanna um götur Selfoss og var endað inná hringvellinum og riðnir nokkrir hringir. Þar flutti stutt ávarp Sveinn Sigurmundsson frá afmælisnefnd.  Keppni hófst svo á unghrossaflokki og fylgdu hinir flokkarnir svo í kjölfarið.   Firmakeppnisnefnd vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra fyrirtækja og bæja sem styrktu félagið með þátttöku,  og einnig til keppenda og annara sem komu að vinnu við mótið.  Eftirfarandi eru úrslitin:

Read more: Úrslit úr Firmakeppni Sleipnis 2009

Opið verður fyrir skráningu á opið íþróttamót Sleipnis fram á þriðjudagskvöldið 28. apríl til kl. 20. Tekið er við skráningum í síma 482-7873. Keppt verður í öllum greinum, en fólk er sérstaklega minnt á að skrá í skeiðgreinarnar. Mótanefnd 


Ágætu gestir, það er komin ný könnun hér á síðuna til hægri, endilega kíkið á hana og takið þátt.
kveðja

Vefstjóri.

 Íþróttamót Sleipnis verður haldið helgina 2.-3. maí.
Skráning verður mánudagskvöldið 27. apríl milli klukkan 18:00 – 20:00 í Hlíðskjálf og í síma 858-7121 / 482-2802. Hægt verður að greiða á staðnum, leggja inná félagið eða með símgreiðslu. Gjald þarf þá að vera komið inná reikning félagsins í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 28. apríl. Knapar sem ekki hafa greitt fyrir þann tíma missa þátttökurétt.
Skráningargjald er 3000kr fyrir fyrstu skráningu en 2000kr á næstu skráningu/ar. Gjald fer þó hæst í 12000kr á knapa.
Rk. 152-26-100774
Kt. 590583-0309

Keppendur verða að vera skráðir í aðildarfélag LH og hross grunnskráð á WorldFeng.
Á mótinu verða 5 dómarar og verða allar keppnisgreinar ef næg þáttaka fæst. 


Mótið er opið.
Kveðja, mótanefnd Sleipnis, www.sleipnir.is

More Articles ...

Page 158 of 165

25 May, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2019

Skrá í sumarferð Sleipnis

Á döfinni í reiðhöll


Maí
28Maí Þri 17:00 - 22:00 Frátekin v. Æskulýðsnefnd 
29Maí Mið 17:00 - 22:00 Námskeið Fræðslunefndar 
30Maí Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 223 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1616
Articles View Hits
2713296