Opið World Ranking íþróttamót Sleipnis fór fram í dag á Brávöllum á selfossi í blíðskaparveðri. Keppt var í fjógangi meistaraflokki og fjórgangi ungmenna. Það má með sanni segja að keppnin hafi verið jöfn og spennandi og einkunnir háar í takt við góðar sýningar. 

Í kvöld fóru svo fram samhliða íþróttamótinu fyrstu skeiðleikar ársins. Skeiðfélagið í samstarfi við hestavöruverslunina Baldvin og Þorvald standa fyrir þessari skemmtilegu mótaröð. Það er til mikils að vinna fyrir þann sem flest stig hlýtur á þeim fimm skeiðleikum sem haldnir eru.

Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefur sigurvegara skeiðleikanna 100.000 króna gjafaúttekt í verslun sinni. Til minningar um hinn merka hestamenn og einn af forsvarsmönnum Skeiðfélagsins gefa Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir farandgrip sem ber nafnið „Öderinn“.

Mótið heldur áfram á morgun með keppni í fimmgangi og eftirfarandi er dagskrá föstudagsins.

Read more: WR mótið 24.maí / dagskrá dagsins og úrslit gærdagsins

Opið WR íþróttamót Sleipnis hófst í gær miðvikudaginn 22.maí. Keppt var í hinum ýmsu töltgreinum í mismunandi flokkum. Hér eru úrslit miðvikudagsins. Mótið heldur áfram í dag þegar keppt er í Fjórgangi meistaraflokki og fjórgangi ungmenna.

Í kvöld eru það síðan skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar þar sem flestir af fljótustu vekringum landsins eru skráðir til leiks.

Hér má finna dagskrá fimmtudagsins og uppfærða ráslista.

Dagskrá Fimmtudagsins 23.maí og uppfærðir ráslistar
Fimmtudagur 23.maí
12:30 Fjórgangur V1 Meistaraflokkur knapi 1-20 
14:30 kaffihlé 15 mín
14:45 Fjórgangur V1 Meistaraflokkur 21-40
16:45: 15 mín hlé
17:00 Fjórgangur V1 Ungmennaflokkur 

Kvöldmatarhlé
20:00 Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar
250 metra skeið
150 metra skeið
100 metra skeið

Read more: WR mótið 23.maí / dagskrá dagsins og úrslit gærdagsnis

Nú liggur fyrir dagskrá á opnu WR íþróttamóti Sleipnis, sökum mikilla skráninga hefur mótanefnd Sleipnis ákveðið að hefja mótið eftir hádegi á miðvikudegi. 

Hér fyrir neðan er dagskrá mótsins með fyrirvara um breytingar. Ráslistar munu liggja fyrir á morgun þriðjudaginn 21.maí. Vonumst til að knapar og aðstandendur þeirra hjálpi okkur við að gera þetta mót skemmtilegt og eftirminnilegt með jákvæðu og réttu hugarfari. Allir sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg við framkvæmd mótsins er velkomið að hafa samband.

Read more: Dagskrá opið WR íþróttamót Sleipnis


Opið WR íþróttamót Sleipnis hefst í dag klukkan 13:00 á keppni í meistaraflokki.
Áætlað er að mótinu ljúki klukkan 20:30 í kvöld.


Miðvikudagur 22.maí
13:00 Tölt T2 Meistaraflokkur 14 knapar
14:10 Tölt T2 Ungmennaflokkur 16 knapar
15:30 T3 Opinn 1.flokkur 12 holl
16:30 15 mín kaffihlé
16:45 Tölt T3 Barnaflokkur 6 holl
17:15 T3 Opinn 2.flokkur 2 holl
17:35 T3 Ungmennaflokkur 4 holl
18:05 T7 Barnaflokkur 3 holl
18:30 Matarhlé
19:00 T7 2.flokkur 4 holl
19:15 T3 Unglingaflokkur 4 holl
19:45 T4 1.flokkur 4 holl

Read more: Dagskrá dagsins í dag og uppfærðir ráslistar.

Óvissuferð Æskulýðsnefndar Sleipnis verður farin fimmtudaginn 30 maí - uppstigningardag. Lagt er af stað frá Hlíðskjálf 9:30 og áætluð heimkoma er c.a.17:30.

Skráning í ferðina er á netfanginu lindab@btnet.is.

Börn yngri en 10 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Hlökkum til að sjá ykkur í ferðinni.

kær kveðja, Æskulýðsnefndin

Nú er komið að hinum árlega baðtúr. Næstkomandi laugardag er fyrirhugað að hittast í hesthúsahverfinu á Eyrarbakka (við húsið hjá Bjössa Hilmars) og ríða þaðan yfir að fjörunni við Stokkseyri. Fyrirhugað er að hittast þar á milli klukkan 14.00 - 14:30 eiga góða stund og ríða síðan þaðan. Vonandi sjá sér fleiri fært að koma á hesti í fjöruna með þessu fyrirkomulagi. Fjara er um klukkan 16:00 og vonandi verða hinar bestu aðstæður til að baða hross.
Þeir sem ætla sér að ríða ofan að hafi þessar tímasetningar í huga.

Með bestu kveðjum frá ferðanefndinni.

Opið WR íþróttamót Sleipnis verður haldið daganna 23.26. maí. Samhliða mótinu fara fram skeiðleikar Skeiðfélagsins.

Skráning hefst mánudaginn 13.maí og henni lýkur sunnudagskvöldið 19.maí. 

Mótanefnd Sleipnis hvetur fólk til þess að skrá tímanlega því takmörkun á þátttökufjölda er settur á allar keppnisgreinar að undanskildum skeiðgreinum. Frekari útlistun á fjölda er hér neðar í auglýsingunni. 

Read more: Opið WR íþróttamót Sleipnis verður haldið daganna 23.26. maí.

Stjórn Sleipnis hefur ákveðið að taka tilboði frá Landssambandi hestamannafélaga um kaup á streymis-aðgangi að myndefni af sýningum frá Landsmótum í eitt ár til prufu.

Myndefnið verður aðgengilegt á World-Feng ( www.worldfengur.com ) fyrir alla félagsmenn  Sleipnis, 18 ára og eldri.
Félagsmenn með virkan aðgang að World-Feng fá aðganginn sjálfkrafa en þeir sem ekki eru með virkan aðgang geta sótt um hann hjá félaginu á heimasíðu Sleipnis.
Tilboð þetta var sent á öll félög landsambandsins og hafa fjögur önnur félög ákveðið að kaupa aðganginn fyrir sína félagsmenn.

Stjórn Sleipnis hefur ákveðið að framangreindur aðgangur að myndefni sé innifalinn í félagsgjaldi þessa árs. Þarna er margt skemmtilegt að skoða frá liðnum landsmótum og er það von stjórnar að félagsmenn nýti sér þetta til ánægju og fróðleiks.

 Með félagskveðju, stjórn Sleipnis

More Articles ...

Page 2 of 167

18 Jun, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


Júní
20Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
27Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Júlí
4Júl Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 191 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1626
Articles View Hits
2756269