Vakin er athygli á því að heimilt er að sleppa reiðhrossum á almenninginn sem er á vegum Hagsmunafélags hesteiganda á Selfossi í Bjarkarstykkinu.  Senda verður tölvupóst á disaov@gmail.com  með upplýsingum um fjölda hrossa, IS númeri þeirra ásamt símanúmeri eigenda eða tengiliðs. 

Greiða skal 5.000 krónur fyrir tímabilið á hvern hest samhliða skráningu. Gjaldið skal leggja inn á reikning 0152-15-381968 kt. 221258-2079 (Leifur) og senda kvittun á disaov@gmail.com. Verði hestur skannaður sem ekki hefur verið skráður áskilur félagið sér að senda reikning á eiganda fyrir tvöföldu gjaldi þ.e. 10.000 krónur á hest. 

Hestarnir eru ávallt á ábyrgð eigenda á stykkinu og ber eigendum að hafa almennt eftirlit með sínum hrossum. 

Jafnframt skulu þeir sem eru með sér hólf á vegum félagsins greiða afnotagjald 2019 inn á sama reikning. Eldri ógreidd afnotagjöld skal einnig gera upp inn á sama reikning. Senda skal póst á disaov@gmail.com  þar sem fram kemur hver sé umráðamaður stykkisins, staðsetningu, áætlaða stærð og fjölda hrossa sem og greiðanda. 

Með kveðju, Stjórn Hagsmunafélags hesteigenda á Selfossi

 

 

Opið gæðingamót Sleipnis fer fram á Brávöllum á Selfossi helgina 8.-9. Júní. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum gæðingakeppninnar.

Auk þess verður boðið upp á C- flokk og C1-flokk en þeir flokkar eru hugsaðir fyrir minna keppnisvana knapa sem vilja taka þátt í þeirri skemmtilegu keppni sem gæðingakeppnin er. Nánar er hægt að lesa um hvernig C-flokkarnir eru riðnir í lögum og reglum LH á blaðsíðu 45, hér er linkur inn á lög og reglur.

Read more: Opið Gæðingamót Sleipnis

Þá er allri forkeppni lokið á opnu WR íþróttamóti Sleipnis. Veðrið hefur leikið við mótsgesti og knapar verið til fyrirmyndar.
Á morgun er úrslitadagur þar sem margt góðra hrossa og knapa koma fram. Eftirfarandi eru úrslit dagsins og dagskrá morgundagsins.

Dagskrá sunnudagur 26. maí
09:00 A úrslit V2 Barnaflokkur. 
09:20 A úrslit V2 Unglingarflokkur.
09:40 A úrslit V2 Ungmennaflokkur
10:00 A úrslit V2 2 flokkur.
10:20 A úrslit V2 1 flokkur.
10:40 A úrslit V1 Ungmennaaflokkur
11:00 A úrslit V1 Meistaraflokkur.
11:30 A úrslit fimmgangur 1 flokkur.
12:00 Matarhlé.
13:00 A úrslit F2 unglingaflokkur
13:30 A úrslit F1 Ungmennaflokkur
14:00 A úrslit F1 Meistaraflokkur.
14:30 A úrslit tölt T3 barnaflokkur
14:50 A úrslit tölt T3 unglingaflokkur
15:10 Kaffihlé
16:00 A úrslit tölt T3 ungmennaflokkur
16:20 A úrslit tölt T7 barnaflokkur
16:35 A úrslit tölt T4 1 flokkur
16:50 A úrslit Tölt T2 ungmennaflokkur
17:10 A úrslit tölt T2 meistaraflokkur.
17:30 A úrslit tölt T7 2 flokkur
17:45 A úrslit tölt T3 2.flokkur
18:10 A úrslit tölt T3 1 flokkur
18:30 A úrslit Tölt T1 Ungmennaflokkur
18:50 A úrslit tölt T1 Meistaraflokkur.
19:10 Mótslit.

Read more: WR mótið 25.maí / úrslit dagsins og dagskrá morgundagsins

Nú fer hver að verða síðastur.
Enn er opið fyrir skráningar í sumarferðina hér á heimasíðu Sleipnis. (Hægra megin á forsíðunni er hnappur „Skráning í Sumarferð Sleipnis“ . Fylla þarf út í alla * merkta reiti og síðan samþykkja með hnappnum neðst „ Skrá mig í ferðina “). Vinsamlega hafið í huga við skráningu að hvert og eitt nafn séð skráð, þ.e. að fjölskylda sé t.d. ekki skráð á einu nafni. Síðasti dagur til skráningar í ferðina og greiðslu ferðakostnaðar er 31.maí nk.
Vonum að við sjáum sem flesta félaga í ferðinni. Ef það eru einhverjar frekari fyrirspurnir varðandi ferðina verið þá í sambandi við ferðanefndina.

Sumarkveðjur ferðanefndin, Davíð, Gústi og Rúnar.  

Sumarferð Hestamannafélagsins Sleipnis 2019

Read more: Sumarferð Sleipnis 2019- lok skráningar

Opið World Ranking íþróttamót Sleipnis fór fram í dag á Brávöllum á selfossi í blíðskaparveðri. Keppt var í fjógangi meistaraflokki og fjórgangi ungmenna. Það má með sanni segja að keppnin hafi verið jöfn og spennandi og einkunnir háar í takt við góðar sýningar. 

Í kvöld fóru svo fram samhliða íþróttamótinu fyrstu skeiðleikar ársins. Skeiðfélagið í samstarfi við hestavöruverslunina Baldvin og Þorvald standa fyrir þessari skemmtilegu mótaröð. Það er til mikils að vinna fyrir þann sem flest stig hlýtur á þeim fimm skeiðleikum sem haldnir eru.

Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefur sigurvegara skeiðleikanna 100.000 króna gjafaúttekt í verslun sinni. Til minningar um hinn merka hestamenn og einn af forsvarsmönnum Skeiðfélagsins gefa Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir farandgrip sem ber nafnið „Öderinn“.

Mótið heldur áfram á morgun með keppni í fimmgangi og eftirfarandi er dagskrá föstudagsins.

Read more: WR mótið 24.maí / dagskrá dagsins og úrslit gærdagsins

Árni Björn Pálsson hélt sigurgöngu sinni áfram í meistaraflokki og sigraði hann í keppni í fimmgangi á Kötlu frá Hemlu en skammt undan henni var hástökkvarinn Eyrún Ýr Pálsdóttir á Hrannari frá Flugumýri, en hún stóð efsti í B-úrslitum í gærkvöldi.

A úrslit     Fimmgangur Meistaraflokkur F1                    

Sæti         Knapi             Hross           Einkunn

1              Árni Björn Pálsson              Katla frá Hemlu II             7,83
2              Eyrún Ýr Pálsdóttir              Hrannar frá Flugumýri II   7,81
3              Viðar Ingólfsson                  Hængur frá Bergi              7,69
4              Sina Scholz    Nói frá Saurbæ         7,60
5              Þórarinn Eymundsson         Vegur frá Kagaðarhóli       7,52
6              Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ   7,43

Read more: Úrslitadagur WR mótsins 26. maí - seinni hluti

Opið WR íþróttamót Sleipnis hófst í gær miðvikudaginn 22.maí. Keppt var í hinum ýmsu töltgreinum í mismunandi flokkum. Hér eru úrslit miðvikudagsins. Mótið heldur áfram í dag þegar keppt er í Fjórgangi meistaraflokki og fjórgangi ungmenna.

Í kvöld eru það síðan skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar þar sem flestir af fljótustu vekringum landsins eru skráðir til leiks.

Hér má finna dagskrá fimmtudagsins og uppfærða ráslista.

Dagskrá Fimmtudagsins 23.maí og uppfærðir ráslistar
Fimmtudagur 23.maí
12:30 Fjórgangur V1 Meistaraflokkur knapi 1-20 
14:30 kaffihlé 15 mín
14:45 Fjórgangur V1 Meistaraflokkur 21-40
16:45: 15 mín hlé
17:00 Fjórgangur V1 Ungmennaflokkur 

Kvöldmatarhlé
20:00 Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar
250 metra skeið
150 metra skeið
100 metra skeið

Read more: WR mótið 23.maí / dagskrá dagsins og úrslit gærdagsnis

Úrslitadagurinn byrjar stórkostlega á Brávöllum á Selfossi. Árni Björn Pálsson sigraði fjórgang meistara í glæsilegum úrslitum

Í morgun fóru fram á Brávöllum á Selfossi A-úrslit í fjórgangsgreinum sem og fimmgangi 1.flokki. Stórglæsileg úrslit litu dagsins ljós.

Árni Björn Pálsson sigraði fjórgang meistara á Flaum frá Sólvangi en ljóst er að leitun verður að jafn sterkum úrslitum í þeim flokki og raun bar vitni. Eftirfarandi eru öll úrslit morgunsins. Keppni heldur áfram eftir hádegi.

Read more: Úrslitadagur WR mótsins 26. maí- fyrri hluti

More Articles ...

Page 2 of 167

18 Aug, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


Ágúst
19Ágú Mán 7:00 - 23:59 Frátekin v. Kynbótasýninga 
22Ágú Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
29Ágú Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 128 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1632
Articles View Hits
2872525