- Published: 13 January 2021
Nýjar sóttvarnarreglur hafa tekið gildi með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Æfingar og keppni í íþróttum eru heimilar að nýju og hafa sóttvarnaryfirvöld samþykkt sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir.
Félagsmenn eru hvattir til kynna sér reglurnar vel, vera meðvitaðir um þær og fylgja þeim í hvívetna.
Notendur reiðhallarinnar eru sérstsklega beðnir um að fylgja þeim reglum sem þar er svo sem að spritta hendur fyrir og eftir æfingar, sem og sótthreinsa þann búnað sem snertur er eins hurðarhúna, snertifleti á stíum, hjólbörurhandföng, gaffalskaft, sem og alla þá fleti sem snertir eru.
ATH - Sé grunur um smit er aðgangur að reiðhöllinni með öllu óheimilaður.
Með góðri samstöðu og samvinnu tryggjum við áframhaldandi opnun og komumst í gegnum þetta saman.
Með bestu kveðju,
Bryndís Guðmundsdóttir
Sóttvarnarfulltrúi Sleipnis