Í haust hafa ýmsar framkvæmdir átt sér stað á félagssvæðinu.

Við erum að gera upp sjoppuna og stendur til að ljúka þeirri vinnu fyrir áramótin. Sjoppan var lagfærð að utanverðu í sumar fyrir Íslandsmót barna og unglinga en nú hafa þak, gluggar, gólf og veggir verið endurnýjað. Það verður gaman að vígja nýja sjoppu á næsta viðburði á Brávöllum sem verður vonandi snemma á næsta ári. 

Viðbygging reiðhallar hefur verið lokað fyrir veðri að mestu, nýlega var efni bætt í gólfið, hurðir settar upp og gengið frá flasningum en til stendur að setja upp glugga á austurgaflinn fljótlega. Hriggerðið er nú inni í viðbyggingunni tilbúið til notkunar þar. Eftir stendur að tengja inngang viðbyggingar við lyklakerfi sem mun bæta aðkomuna með því að ekki þarf lengur að halda hurð opinni meðan farið er inn og út úr höllinni. 

Vinna við nýtt anddyri inn í reiðhöllina að norðanverðu er hafin, sökklar hafa verið steyptir og stendur til að steypa plötu, reisa grind og loka byggingunni fyrir veturinn. Það verður mikill munur að ganga um aðal innganginn á viðburðum eftir þessar breytingar.

 

Planið austan við reiðhöllina hefur verið stækkað til muna sem auðveldar aðkomu og bætir athafnasvæði utan hallarinnar en þessi hlið er mest notuð þegar mót og viðburðir eru í höllinni.

Næstu helgi stendur til að setja upp vökvunarkerfi í reiðhöll félagsins og skipa um perur í loftljósum.

 Framkvæmdir á vegum Árborgar, sem kynntar voru á fundi með formönnum nefnda 2019 og á síðustu tveimur aðalfundum(sjá t.d. aðalfundargerð hér á vefnum) eru langt komnar en sú framkvæmd bætir innkeyrslu inn í hesthúsahverfið sem hefur verið nánast ófær litlum bílum vegna hola. Reiðvegur, sem á samkvæmt teikningu, að liggja meðfram götunni vestan megin frá suðri til norðurs er ófrágenginn og stendur til að ræða við Árborg um útfærslu á þeirri framkvæmd vegna kvartana sem hafa borist um ófullnægjandi frágang.

Sveitarfélagið samþykkti í sumar að bæta lýsingu á svæðinu með því að setja upp tvo ljósastaura við þjálfunargerðið, einn við hringgerðið og þrjá við reiðgötuna sem liggur frá austurenda Suðurtraðar í átt að Gaulverjabæjarvegi. Verkefnastaða hjá Selfossveitum hefur tafið framkvæmdina.

Um þessar mundir er í kynningu undirbúningsvinna fyrir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem m.a. felur í sér minni stækkun svæðisins til suðurs en gert er ráð fyrir á núgildandi aðalskipulagi. Íbúafundur var haldinn 3. nóvember á netinu en upplýsingar um fundinn og kynningargögn má nálgast á vef sveitarfélagsins www.arborg.is.

Stjórn Sleipnis vinnur nú að því að skila inn umsögnum um þessa tillögu að skipulagsbreytingu, til skipulagsfulltrúa fyrir hönd félagsins.   

Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast með starfinu, vefsíðan, fréttabréfin og Fésbókarsíða félagsins eru tenging stjórnar og nefnda félagsins við félagsmenn og mikilvægt að fylgjast með þar.  

 

 

 

29 Jul, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um Viðrunarhólf

Vidrunarholf

Skipulagmál

Skipulagsmal

 Reiðhöll dagatal


Júlí
29Júl Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Ágúst
5Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
12Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Hliðskjálf dagatal


Ágúst
7Ágú Lau 19:00 - 23:00 Frátekin v. húsnefnd 
21Ágú Lau 12:00 - 18:00 Frátekið húsnefnd 

Október
16Okt Lau 12:00 Frátekið v. húsnefnd 

Vellir dagatal


Ágúst
17Ágú Þri 20:00 - 23:00 Skeiðbrautin er lokuð 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 195 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1955
Articles View Hits
5765094