Bókanir á reiðhöll Sleipnis eru góðar og er það vel. Æskulýðsnefnd hefur fasta tíma fyrir sitt starf enda er æskulýðsstarf félagsins forsenda fyrir stuðningi sveitarfélaganna við félagið og erum við stolt af þeirri grósku og nýliðun sem er í gangi hjá æskulýðsnefnd félagsins.

Í fyrra komu fram fjölmargar kvartanir frá félagsmönnum um að reiðhöllin væri upptekin fyrir námskeið fræðslunefndar á sama tíma og flestir félagsmenn vildu nýta höllina eftir vinnu eða milli kl. 16 og 20. Stjórnin brást við með því að ræða við nefndir um að hafa miðviku til föstudaga lausa á þessum tíma og bóka sína tíma eftir kl. 20 þessa daga eða um helgar. 

Fræðslunefnd vinnur nú að dagskrá og stefnir á að nýta þá tíma sem lausir eru en hefur reynst erfitt að fá reiðkennara til að vinna um helgar þegar höllin er að mestu laus. Við vonum að þeim takist að fá kennara og ýta námskeiðum úr vör sem fyrst enda öflug nefnd sem við berum traust til. 

Ég vil minna þá félagsmenn sem ekki vita, á að allt starf hjá Sleipni er unnið í sjálfboðavinnu og alltaf þörf fyrir vinnufúsar hendur í nefndastörf og beini því til þeirra sem tjá sig á spjallþráðum alnetsins að gæta orða sinna og koma frekar sinni óánægju farveg með því að taka þátt í nefndastarfi.

06 Feb, 2023

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Reiðhöll dagatal


Febrúar
6Feb Mán 10:20 - 12:10 Frátekin v. FSU hestabraut 
6Feb Mán 17:00 - 18:00 Reiðnámskeið ÆL nefnd 
7Feb Þri 17:00 - 18:00 Reiðnámskeið Félagshús Sleipnis 

Hliðskjálf dagatal


Febrúar
5Feb Sun 12:00 Frátekin v Húsnefnd 
6Feb Mán 18:00 - 19:00 Frátekin v stjorn 
6Feb Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v .Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 296 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
2248
Articles View Hits
7617670

Vellir dagatal


Apríl
8Apr Lau 12:00 - 16:00 Lokaðri v. Skeið Meistaradeildin 2023