- Published: 20 June 2021
Skeiðleikar 2 árið 2021 fara fram miðvikudagskvöldið 23.júní á Brávöllum á Selfossi.
Skeiðleikarnir eru með hefðbundnu sniði en byrjað er á 250 metra skeiði og endað á 100 metra skeiði.
Skráning er nú opin á Sportfeng þar sem velja þarf Skeiðfélagið sem mótshaldara en henni lýkur á miðnætti mánudaginn 21.júní
Skeiðfélagið hvetur alla knapa til að taka þátt enda til mikils að vinna – 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi fyrir heildarsigurvegara og farandbikarinn Öderinn veittur stigahæsta knapa.
Skeiðfélagið