Starfið er hafið hjá Fræðslunefnd Sleipnis í vetur og það er greinilegt að hestamenn vilja byrja fyrr en áður fyrr. Þeim námskeiðum sem er lokið eru Sætisæfinganámskeið sem Ragnhildur Haraldsdóttir reiðkennari hélt og voru þátttakendur ánægðir með það námskeið. Það var öðruvísi en hin hefðbundnu einkatímanámskeið sem oftast er boðið uppá. Knapamerki 1 hefur verið í gangi í haust og tókst vel þó þátttakan hefði mátt vera betri. Það námskeið var undir stjórn Maiju Varis reiðkennara og er það von okkar að hægt verði að halda Knapamerki 2 eftir áramót og þá um leið að bjóða uppá stöðupróf í Knapamerki 1. Ólafur Andri Guðmundsson reiðkennari kom í heimsókn til okkar um miðjan nóv og var með sýnikennslu. Hann mætti þar með 2 ólík hross og sýndi áhorfendum hvernig þjálfun fer fram með mismunandi hross. Ólafur ætlar að vera með helgarnámskeið eftir áramót fyrir félagsmenn og verður það námskeið auglýst á næstu dögum.
 
Eftir áramót verður mikið í boði og er það undir félagsmönnum komið hvernig tekst til því það er erfitt að halda úti félagsstarfi ef félagsmenn taka ekki þátt. Það sem er í hendi eru miðvikudagskvöld þar sem Bergur Jónsson og Maiju Varis skipta þeim á milli sín og verður sú breyting á að hver tími verður 45 mín í stað 30 mín. Þessi námskeið verða auglýst á næstu dögum og tilvalin í jólapakkann. Í lok janúar hefjum við svo laugardagskaffið og verður það einu sinni í mánuði í vetur. Við byrjum á því að fá Óðinn Örn dýraeftirlitsmann hjá MAST til okkar og ætlar hann að halda fyrirlestur um velferð dýra.
 
Ef félagsmenn hafa óskir um reiðkennara eða námskeið þá endilega senda fræðuslunefndinni línu á netfangið fraedslunefnd2018@gmail.com
 
Bestu kveðjur,
Fræðslunefnd Sleipnis
13 Jul, 2020

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Reiðhöll dagatal


Júlí
16Júl Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 
23Júl Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 
30Júl Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 

Hliðskjálf dagatal


Júlí
24Júl Fös 12:00 Frátekið v. Húsnefnd 
25Júl Lau 12:00 Frátekið v. Húsnefnd 
31Júl Fös 8:00 - 21:00 Frátekið v. UMFÍ mót 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 577 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1808
Articles View Hits
4092274