Benedikt Líndal verður með námskeið fyrir félagsmenn Sleipnis helgina 23. - 24. mars. Kennt verður í pörum og einkatímum. Helgin kostar kr. 25.000 og fer skráning fram á fraedslunefnd2018@gmail.com 

Fjöldi þátttakenda er max 8 og verða 6 manns að skrá sig svo námskeiðið verði haldið.

Unnið er með samskipti manns og hests og mikið í kringum töltið. Einstaklings og team - vinna og eru allir nemendur með allan tímann, svo allir fái sem mest út úr námskeiðinu, þ.e. þegar þeir fylgjast með hinum þátttakendum og hestum þeirra. Fyrirkomulagið:

Allir hittast kl. 8.45 á laugardeginum og farið er yfir skipulag helgarinnar. Hópnum skipt í tveggja manna hópa. Fyrsti hópurinn byrjar að vinna kl. 9. Hóparnir vinna í 50 mín fyrir og eftir hádegi.

Hádegispása og eftir hana er bóklegur tími. Eftir bóklega tímann er svo haldið áfram að vinna í hópum þar til allir klára sína vinnu. 

Á sunnudeginum er byrjað kl. 9.30 og þá mæta allir. Þá verða einkatímar í 40 mín á mann. Tekið er hádegishlé og bóklegur tími í framhaldinu. Eftir hádegi er framhald á einkatímum.

Benedikt er þekktur fyrir tamninga- þjálfunaraðferðir sínar þar sem áherslan er á velferð hestsins og skilningi á þörfum hans í samskiptum við manninn. 

Sleipnisfélögum býðst nú frábært tækifæri til að bæta í verkfærakistuna sína og fá leiðsögn frá frábærum reiðkennara.

Hvetjum félaga til að skrá sig á netfang Fræðslunefndar fraedslunefnd2018@gmail.com 

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við meðlimi nefndarinnar eða í síma 8984979

Fræðslunefndin

19 Jan, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Stefnumótun 2020

Stefnumotun 2020

Reiðhöll dagatal


Janúar
19Jan Þri 8:15 - 10:10 FSU_Hestabraut 
19Jan Þri 16:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 
20Jan Mið 17:00 - 22:00 Reiðnámskeið- Fræðslunefnd 

Hliðskjálf dagatal


Janúar
19Jan Þri 20:00 - 22:00 Nefndafundur 
25Jan Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Febrúar
1Feb Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 268 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1858
Articles View Hits
4815486