Kæru félagsmenn.

Fræðuslunefndin er bjartsýn og vongóð um að samkomutakmörk / sóttvarnarreglur verði rýmkaðar 17. nóvember. Við höfum fengið Hrafnhildi Helgu Guðmundsdóttur til að halda námskeið og kenna vinnu í hendi. Hún hefur haldið þessi námskeið í bænum og hefur verið mikil ánægja með þau. Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu í hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegur jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttu og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki. Einnig verður farið í grunnatriði í hringteyminginum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til byggja upp réttu vöðvana í hestinum. 

 

Frábært tækifæri að byrja veturinn á vinnu í hendi þegar hrossin eru að komast af stað í þjálfun.

Hver og einn kemur með eigin hest og búnað.

Verð kr. 13.500, 4 skipti á mánudögum frá 23. nóvember. Boðið verður uppá tíma kl. 18 – 19 – 20 – 21. Við ætlum að reyna að skipta í óvana og vana svo allir fái kennslu við hæfi. Hámark 4 saman í hóp.

Þar sem námskeiðið er auglýst með fyrirvara er skráning á fraedslunefnd@sleipnir.is

Taka skal fram hvaða tími hentar best og hvort viðkomandi sé vanur eða óvanur.

Kær kveðja,

Fræðslunefnd