Jötunn Vélar í samvinnu við fjölskyldu Haraldar Páls Bjarkasonar og hestamannafélagið Sleipnir hafa tekið höndum saman um að heiðra minningu Haraldar, eða Halla eins og hann var alltaf kallaður, en hann var bráðkvaddur á heimili sínu langt fyrir aldur fram.

Eins og Sleipnisfélögum er vel kunnugt þá var Halla mjög annt um æskulýðsstarf, snyrtilega og fagmannlega reiðmennsku og það gladdi hann mjög að sjá efnilega og duglega krakka á útreiðum og í keppni.

Verkefnið gengur út á að styrkja einn af yngri félagsmönnum Sleipnis til þess að eflast og þróast sem hestamaður. Leitað er eftir þeim aðila sem sýnir mikinn dugnað, eljusemi, framfarir og metnað til þess að verða góður hestamaður.

Fyrri vinningshafar eru Unnur Lilja Gísladóttir2017 og Stefanía Stefánsdóttir 2018.

Forsendur valsins voru þeir þættir sem Haraldi þóttu mikilvægir í hestamennskunni en þeir eru: Ástundun, framkoma, árangur og þátttaka í starfi félagsins  ásamt framförum í reiðmennsku. Allir þessir þættir voru hafðir til hliðsjónar við val á þeim sem hlutu styrkinn.

Valnefndina skipuðu: Fjölskyldumeðlimur Haraldar, einn frá Jötun vélum, einn frá Sleipni og einn úr æskulýðsnefnd Sleipnis. 

Í ár hlaut styrkinn Dagbjört Skúladóttir en hún flutti austur á Stokkseyri 4 ára gömul, gerðist fljótlega Sleipnisfélagi. Það sumar fékk hún undanþágu, sökum aldurs, þá 4 ára á reiðnámskeið hjá Háfeta í Þorlákshöfn og má segja að hún hafi verið í hnakknum síðan. Dagbjört hefur með mikilli elju, ástundun og dugnaði náð langt sem hestamaður og hefur stundað hestamennsku af miklum móð. Dagbjört hefur verið virk í félagsstarfi Sleipnis og var nú í vor að ljúka hestabrautinni í FSu og stefnir á næsta ári að fara á Hólum með hestamennsku sem aðalfag.

Dagbjört Skúladóttir fékk afhentan farandbikar og skjöld til eignar ásamt styrk upp á 250 þúsund krónur frá Jötunn Vélum.  En styrkinn skal nota til þess að afla sér kennslu, þjálfunar og reynslu til þessa að verðar betri hestamaður.

Hér má sjá Dagbjörtu Skúladóttir ásamt Guðmundi Þór fjármálastjóra Jötunn Véla, Huldu Haraldsdóttur dóttur Haraldar og Magnús Ólason formann Sleipnis við hátíðlega afhendingu styrksins.

  afhendinguHaraldur P Bjarkason

23 Jun, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um

Vidrunarholf

Reiðhöll dagatal


Júní
24Jún Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Júlí
1Júl Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
8Júl Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Hliðskjálf dagatal


Júní
23Jún Mið 19:30 - 22:00 Fundur-stjórn 
25Jún Fös 12:00 Frátekið v. Húsnefnd 
28Jún Mán 19:30 - 22:00 Fundur-stjórn 

Vellir dagatal


Júlí
13Júl Þri 20:00 - 23:00 Skeiðbrautin er lokuð 
27Júl Þri 20:00 - 23:00 Skeiðbrautin er lokuð 

Ágúst
17Ágú Þri 20:00 - 23:00 Skeiðbrautin er lokuð 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 409 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1943
Articles View Hits
5547983