Einstakt tækifæri fyrir unglinga - Hæfileikamótun LH  

Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH og fer af stað veturinn 2020. Hæfileikamótun LH samanstendur af 6 hópum sem staðsettir eru í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Einstakt tækifæri fyrir unga metnaðarafulla knapa að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi.   

Staðsetning hópa:

 

 • Höfuðborgarsvæði (8 manna hópur) 
 • Höfuðborgarsvæði (8 manna hópur) 
 • Suðurland (8 manna hópur) 
 • Norðurland (8 manna hópur) 
 • Vesturland (8 manna hópur) 
 • Austurland (8 manna hópur) 

Viðburðir og fyrirkomulag:

 • Janúar – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)
 • Mars – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)
 • April/mai – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti) 
 • Sept – sýnikennsla (án hests)
 • Fyrirlestur með fagteymi ÍSÍ (án hests) 

Kostnaður knapa er 100.000kr fyrir árið.  

Knapar sem eru gjaldgengir í hópinn senda umsókn til LH.  Í umsókn skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar 

 • Nafn, aldur og félag
 • Lýsing á keppnisárangri undanfarin 2 ár 
 • Námskeið sem knapi hefur tekið 
 • Video (max 5-6 min) þar sem knapi sýnir gangtegundir: 
  • Fet
  • Brokk
  • Hægt stökk, hraðinn aukinn í hratt stökk og síðan hægt niður á fet
  • Hægt tölt, hraðinn aukinn yfir í hratt tölt og síðan hægt niður á fet
  • Frjálst er að sýna fimiæfingar 

Verkefnastjóri er Vilfríður F. Sæþórsdóttir. Allar umsóknir berist á netfangið vilfridur@lhhestar.is. Hægt er að nálgast allar upplýsingar í gegnum sama netfang. 

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 26.nóvember 2019.  Hópar verða tilkynntir um miðjan desember.  

05 Aug, 2020

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Reiðhöll dagatal


Ágúst
6Ágú Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 
13Ágú Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 
20Ágú Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 

Hliðskjálf dagatal


Ágúst
22Ágú Lau 10:00 Frátekið v Húsnefnd 
23Ágú Sun 8:00 Frátekið v Húsnefnd 
28Ágú Fös 16:00 - 19:00 Frátekið v. Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 91 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1811
Articles View Hits
4207626