Nú styttist í að keppnistímabilið utandyra hefjist og því ekki úr vegi að flytja smá fréttir af Skeiðfélaginu. Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur mun áfram vera helsti styrktaraðili skeiðleikanna eins og undanfarinn ár og eiga þau Guðmundur og Ragna í Baldvin og Þorvaldi heiður skilinn fyrir stuðninginn. Með þeirra aðkomu hefur verið mögulegt að halda Skeiðleika sem hafa fest sig í sessi sem ein skemmtilegustu mót sumarsins ganga snarpt og vel fyrir sig og leikreglurnar eru einfaldar. Baldvin og Þorvaldur mun áfram gefa verðlaun á öllum Skeiðleikum auk þess að veita stigahæsta knapa ársins 100.000 króna gjafabréf í verslun sinni.
 
Farandbikarinn Øderinn er einnig veittur þeim knapa sem flest stig hlýtur úr öllum mótum. Bikarinn er gefinn til minningar um Einar Øder Magnússon af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur.
 
Búið er að ákveða mótadagsetningar sumarsins og eru þrjár fyrstu dagsetningar leikanna hér fyrir neðan. Að sjálfsögðu verða mótin haldin með sóttvarnir og samkomuhöft í huga og biðlum við til keppenda og áhorfenda að fylgja reglum í hvívetna.
 
Sunnudaginn 17.maí verður æfingadagur í básunum á Selfossi þar sem við munum aðstoða knapa ef þeir óska þess frá klukkan 13:00-15:00.
 
Skeiðfélagið hlakkar til að halda áfram að gera skeiðíþróttinni hátt undir höfði með frábæru mótahaldi í sumar. Fleiri stórra frétta gæti verið að vænta af Skeiðfélaginu á næstu dögum svo fylgist með.
 
Mótaskrá sumarsins fyrstu þrjú mót
20.maí –- Selfoss
10.júní - Selfoss
24.júní – Selfoss
 
Skeiðfélagið
 
20 Jan, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Stefnumótun 2020

Stefnumotun 2020

Reiðhöll dagatal


Janúar
20Jan Mið 17:00 - 22:00 Reiðnámskeið- Fræðslunefnd 
21Jan Fim 12:40 - 14:30 FSU_Hestabraut 
22Jan Fös 14:00 - 18:00 Útleiga- Reiðmaðurinn 

Hliðskjálf dagatal


Janúar
25Jan Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Febrúar
1Feb Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 
8Feb Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 265 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1858
Articles View Hits
4816369