Í nýjustu uppfærslu á sóttvarnarreglum er breyting á reglum um veitingasölu sem einungis má hafa í upphafi keppni en ekki í hléi eða í lok móts. 
Einnig er skerpt á reglum um að áhorfendur skuli vera skráðir í númeruð sæti og ekki er leyfilegt að skipta á sætum. 

Reglur um áhorfendur eru eftirfarandi:

Til samræmis við 3. gr, reglugerðar heilbrigðisráðherra nr. 190/2021 dags. 24. febrúar 2021 er heimilt að hafa að hámarki 200 áhorfendur í einu rými á íþróttaviðburðum að  uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

·         Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum. Númera skal sæti svo 1m sé að lágmarki í næsta áhorfenda á alla kanta. Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki er leyfilegt að skipta á sætum. Á við um börn og fullorðna.

·         Allir gestir sitji í númeruðum sætum og séu skráðir, a.m.k. nafn, símanúmer og kennitala. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar, en eyða skal upplýsingum að þeim tíma liðnum.

·         Allir gestir noti andlitsgrímu.

·         Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri. Á við börn og fullorðna.

·         Veitingasala er heimil fyrir íþróttaviðburð skv. skilyrðum þar um. Engin veitingasala skal fara fram á meðan keppni stendur eða í hléi.

·         Skipuleggjendum íþróttaviðburða er skylt að tryggja þegar áhorfendur eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 50 manns og að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila. Þrátt fyrir að heimilt sé að hafa hlé á íþróttaviðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum.

·         Umgengni í hverju hólfi skal vera í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis þar að lútandi svo koma megi í veg fyrir blöndun milli hólfa. Við skipulag á íþróttaviðburðum ber að fylgja leiðbeiningum um rými frá embætti landlæknis en hlekk á þær leiðbeiningar má finna neðst í þessu skjali.

·         Ef fleiri en eitt sótthólf þá þarf hvert hólf að vera með sérinngang og sér salerni.

Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert ofangreindra skilyrða gildir 50 manna hámark í rými. Áhorfendasvæði skal vera aðskilið keppnissvæðinu og engin blöndun á áhorfendum og þátttakendum er heimil.

Berglind Karlsdóttir

Framkvæmdastjóri 
Landssamband hestamannafélaga

 

10 Aug, 2022

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Reiðhöll dagatal


Ágúst
11Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
18Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
25Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Hliðskjálf dagatal


Ágúst
20Ágú Lau 12:00 Frátekin v. húsnefnd 
27Ágú Lau 12:00 Frátekið v. Húsnefnd 

Maí
6Maí Lau 12:00 Frátekið Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 91 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
2071
Articles View Hits
7085041