- Published: 08 December 2022
Landsliðs- og afreksnefnd LH býður unglingum í á vegum hestamannafélaga sérstakt tilboðsverð á aðgöngumiða á „Leiðina að gullinu“ menntadagi landsliðsins.
Unglingum á aldrinum 13-17 ára býðst miðinn á 3.000 kr. ef keypt er í gegnum hestamannafélögin í forsölu.
Frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Mig langar til að biðja stjórnir félaganna um að hafa milligöngu um pantanir, auglýsa þetta á meðal ykkar félaga, senda okkur nafnalista og þeir sem eru á listanum fá miða í miðasölunni í TM-reiðhöllini á sérstöku tilboðsverði.
Vinsamlegast sendið okkur nafnlista unglinga fyrir kl. 16.00 á morgun föstudag.
Sjá allt um viðburðinn hér:
https://www.lhhestar.is/is/frettir/leidin-ad-gullinu-dagskra