Nú fer hver að verða síðastur.
Enn er opið fyrir skráningar í sumarferðina hér á heimasíðu Sleipnis. (Hægra megin á forsíðunni er hnappur „Skráning í Sumarferð Sleipnis“ . Fylla þarf út í alla * merkta reiti og síðan samþykkja með hnappnum neðst „ Skrá mig í ferðina “). Vinsamlega hafið í huga við skráningu að hvert og eitt nafn séð skráð, þ.e. að fjölskylda sé t.d. ekki skráð á einu nafni. Síðasti dagur til skráningar í ferðina og greiðslu ferðakostnaðar er 31.maí nk.
Vonum að við sjáum sem flesta félaga í ferðinni. Ef það eru einhverjar frekari fyrirspurnir varðandi ferðina verið þá í sambandi við ferðanefndina.

Sumarkveðjur ferðanefndin, Davíð, Gústi og Rúnar.  

Sumarferð Hestamannafélagsins Sleipnis 2019

 Landsveit

Þriggja daga ferð um Landsveitina, upphafs og lokastaður verður Hrólfsstaðahellir. Gist og snætt verður í og við félagsheimilið Brúarlund.

Þeir sem koma kvöldið áður, eða 13 júní, sjá sér sjálfir fyrir snæðingi það kvöldið. Morgunverður verður síðan daginn eftir og hina dagana og nestið smyr sér síðan hver og einn úr morgunverðarborðinu. Eitthvert nasl verður síðan þegar fólk kemur í hús að loknum degi á meðan að beðið er eftir kvöldmatnum. Ekki hefur verið hugsað um að bjóða upp á kvöldmat að loknum síðasta degi nema að fólk sérstaklega óski eftir því. 

Okkur verður ekið að frá Brúarlundi þessa daga.

Það verður að venju boðið upp á það að hrossum verði ekið að og frá Hrólfsstaðahelli í tengslum við ferðina. Þeir sem það kjósa koma hrossum á bíl seinni part 13 júní í hesthúsahverfinu á Selfossi og hrossunum síðan skilað í haga við Selfoss að lokinni ferð að kvöldi 16 júní. Fólk er síðan beðið um að nálgast hrossin sem fyrst, síðast daginn eftir.

Riðið verður frá Hrólfstaðahelli þann 14 júníog komið þangað aftur 16 júní. Reynt verður og komast í hnakkinn fyrir um og fyrir hádegi alla dagana. 

Fyrsta dagleiðin losar 20 kmog hinar tvær eru drjúgir 25 km

Reiðleiðir eru yfirleitt mjög góðar þó síðasti spölurinn að og síðan frá Þjófafossi getur verið dálítið grófur. Þá getur verið töluvert ryk í mjög þurru veðri þegar riðið er um Skarfanesið. 

Við reynum að stilla hraða og lengd áfanga í hóf þannig að allir geti notið sín.

Fyrsti dagur 

Riðið af stað til vesturs frá Hrólfstaðahelli eftir veginum. Við Bjalla er tekin reiðleið til norðurs og riðið um Stóruvallaheiði að Minnivallalæk og þar sem leið liggur að Landvegi við Brúarlund. Síðan með veginu að Skarði þar sem hestarnir dvelja næturlangt.

Annar dagur

Riðið til norðvestur í Skarðslandi. Förum austur og norður fyrir túnin og eftir götum sem liggja á milli Efri-Grenhóla og Eskiholtshóls. Þar með Austurjaðri síðan um Skógardali, að og yfir Skarfaneslæk, eftir Lambagötum og að Þjórsá við Mónef. Förum síðan að Þjófafossi og til austur um Baðhóla að Rjúpnavöllum þar sem hrossin gista.

Þriðji dagur

Riðið af stað austur yfir Rangá síðan niður á Þingskálaveg og farið aftur vestur yfir Rangá á brúnni. Landvegi fylgt niður fyrir Leirubakka, þar Hraunvegur til suðurs og að Réttarnesi. Rangá síðan fylgt og endað í hlaðinu á Hrólfstaðahelli. 

Verð, greiðslur og aðstaða.

Gert er ráð fyrir að ferðin kosti um 30.000 kref fólk sér sjálf um flutning á sínum hrossum, gert ráð fyrir 2, mest 3 hrossum á mann.

Brúarlundur er ekki stærsta húsið á landinu þannig að hafi fólk möguleika á að taka vagn eða hýsi með sér er það mjög gott ef þátttaka verður mikil í ferðinni. Það auðveldar líka með að hafa mataraðstöðuna alltaf til reiðu fyrir okkur.

Þá að fólk taki með sér eitthvað til að liggja við og á (dýnu/vindsæng).

Flutningur á hverju hrossi verður 5000 kr pr/hestog er það fram og til baka og verður að greiða það hvort sem fólk ætli sér að nýta báðar leiðir eða ekki. 

Greiðsla skal hafa borist inn á reikning Sleipnis 0152-26-7074 kennitala 590583-0309 fyrir maí lok 2019.

Skilgreina fyrir hvað greiðslan er, ferð og/eða hross.