- Published: 28 April 2022
Sumarferð Sleipnisfélaga 17.-19. júní 2022.
Ferðaáætlun:
Föstudagur 17. júní. Lagt af stað frá Heiðarbæ í Þingvallasveit/Bláskógabyggð kl 13:00
Í fylgd heimamanna verður riðið um Einiberjaflöt að Skógarhólum.
Laugardagur 19. júní. Lagt af stað Skógarhólum og farinn hringur í þjóðgarðinum með leiðsögn Einars Á. Sæmundsen þjóðgarðsvarðar og hestamanns.
Hámark tveir hestar á mann þennan dag.
Sunnudagur 19. júní. Aftur farið frá Skógarhólum og endað þar. Nánar síðar.
Gist verður á Skógarhólum báðar næturnar.
Rútuferð: Föstudagur: Frá Skógarhólum að Heiðarbæ Brottför frá Skógarhólum kl:11:00
Gisting:
Tvær nætur á Skógarhólum ,5 herbergi með gistingu fyrir 6-7 manns hvert (fjöldi 30+)
Eigin tjald/vagn/hýsi aðgangur að salernum (ekki rafmagn).
Varðandi gistingu í herbergjum þá er framboðið takmarkað og því mun reglan fyrstur kemur fyrstur fær gilda.
Matur:
Föstudagur - hver og einn nestar sig að heiman. Seinniparts hressing og kvöldverður verður sameiginlegur í veitingasal.
Laugardagur- Morgunverður, nesti smurt af morgunverðarborði, seinniparts- hressing og kvöldverður - allt sameiginlegt í veitingasal.
Sunnudagur - morgunverður og nesti smurt af morgunverðarborði sameiginlegt í veitingasal.
Hestar:
Ferðin miðast við 2 hesta á mann. Við biðjum ykkur að skrá fjölda hesta í skráningarformið og hvort óskað er eftir flutningi fyrir hestana.
Flutningur á hestum: Boðið verður upp á flutning á hestaflutningabíl og skrá þarf sérstaklega í þann flutning. Fim 16. júní frá Selfossi og sunnudag 19. júní frá Skógarhólum.
Þeir sem flytja hross á eigin vegum geta komið með þau að Heiðarbæ að kvöldi 16. júní eða að morgni 17.júní. Kerrur og bílar verða geymd á Skógarhólum meðan á ferð stendur.
Kostnaður:
Gisting, matur, salur, hey og girðing fyrir hross, rútuferð.
- 30.000 með gistingu í eigin vagni/tjaldi eða annað.
35.000 með gistingu í herbergi.
Hestaflutningar eru utan við þessa upphæð.
Greiðsla fyrir ferðina leggist inn á reikning nr. 0152-26-7074 kt. 590583-0309
Staðfesting greiðslu sendist á ferdanefnd@sleipnir.is
Þeir sem óska eftir herbergi bíði eftir staðfestingu áður en þeir greiða fyrir herbergið.
Óskir um herbergisfélaga berist í tölvupósti á ferdanefnd@sleipnir.is
Reynum að verða við því eins og hægt er.
Skráning hefst fimmtudaginn 28. apríl á vefsíðu Sleipnis www.sleipnir.is og lýkur skráningu 15.maí.
Greiða þarf fyrir ferðina í síðasta lagi 1. júní.
Hámarksfjöldi í ferðinni er 60 manns.
Ferðanefnd Sleipnis
Davíð,Benóný,
Inga og Hrund