Vegna slæmrar veðruspá höfum við í Vetarmótanefnd ákveðið að fresta fyrstu vetrarleikum Sleipnis þann 15. Febrúar til 16. Febrúar eða um einn dag og sláum við til leika á Sunnudaginnn 16. Febrúar með sömu dagskrá og áður var fyrirhugað.

Vonandi sjáum við ykkur flest ef ekki öll á Sunnudaginn klukkan 13:00 út á velli þar sem byrjað verður á Barnaflokki og síðan koll af koli. Strax þar á eftir vindum við okkur inn í reiðhöll þar sem Pollaflokkur verður og skoðum framtíðarreiðmenn / konur okkar sem keppa þar í Pollaflokki.

Skráning og greiðsla ( í reiðufé ) frá kl. 11:30 - 12:30 i dómpalli.

2. Vetrarmót Sleipnis verður haldið 7. Mars og verða þeir í samstarfi við GDLH. Mótið verður því Gæðingakeppni sem riðin  verður í sömu flokkum og hin mótin. Sérstök forkeppni í B – flokk og riðið eftir þul. 
Einnig verður boðið uppá A – Flokk. 

Vetrarmótanefnd Sleipnis 2020.