Þá er komið að hina einu sönnu gæðingaleikum GDLH og Sleipnis sem haldnir verða 21. mars næstkomandi. Vonandi verðum við heppin með veður og COVID-19.

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 og samkomubanns ætlum við samt sem áður að slá til leika og gera okkur glaðan dag á feikna sterku og spennandi móti.

Ástæðan fyrir því að við höldum leikana en sú að áhorfendur flest allir sitja inní bílum sínum og horfa á leikan og keppendur eru ekki allir saman í hóp, þannig að öllum tilmælum er fylgt.

2. vetrarmóti Sleipnis og verður það eins og áður var sagt í samstarfi með Gæðingadómarafélagi Íslands en keppt verður í B- flokki og A- flokki. En þess má geta að þetta mót fellur undir stigakeppni á mótunum þannig það er til mikils að vinna

Athuga skal að riðið er eftir þul !!

Mótið hefst klukkan 12:00 

Skráning fer í gengum SPORTFENG og velja verður Sleipni sem mótshaldara til að skrá og finna mót. Kvittun skal sendast á gjaldkeri@sleipnir.is

Ef vandræði  eru við skráningu endilega sendið póst á vetrarmotsnefnd@sleipnir.is

Skráning er opinn og stendur til miðnættis þann 19. mars.

 • Pollaflokkur (óbreyttur) skráning á staðnum milli 11:00 - 11:30
 • Barnaflokkur 
 • Unglingaflokkur
 • Ungmennaflokkur
 • Áhugamannaflokkur 2 (til að skrá sig í þennan flokk skal velja C1 flokk á Sportfeng)
 • Áhugamannaflokkur 1 (til að skrá sig í þennan flokk skal velja C flokk á Sportfeng)
 • Heldri menn og konur (55+) (til að skrá sig í þennan flokk skal velja C1 flokk þar sem stendur Gæðingakeppni 2 á Sportfeng)
 • Opinn flokkur (Heitir B-Flokkur)

 

Sérstök forkeppni verður riðin í öllum flokkur nema Pollaflokki.

Barnaflokkur 

Þrír til fimm hestar inni á hringvellinum í einu, 

 • Þrír til fimm hestar inni á hringvellinum í einu 
 • Tveir hringir brokk og/eða tölt 
 • Tvær umferðir stökk, betri ferð gildir til einkunnar 
 • Stjórnun og áseta x 2 
 • Deilitala fyrir dómara er 4

Ef aðstæður leyfa viljum við gjarnan hafa stökk en ef þannig er komum við til með að leyfa börnunum að ríða fet í stað stökks.

Unglingaflokkur

Þrír til  fimm hestar inni á hringvellinum í einu,  

 • Tveir hringir hægt tölt.
 • Tveir hringir brokk frjáls hraði.
 • Tvær umferðir yfirferðargangur á langhliðum, annað hvort tölt eða brokk.
 • Stjórnun og áseta 
 • Deilitala fyrir dómara er 4.

Ungmennaflokkur

Þrír til fimm hestar inni á hringvellinum í einu,

 • Tveir hringir hægt tölt.
 • Tveir hringir brokk, frjáls hraði.
 • Tveir hringir greitt tölt á langhliðum.
 • Fegurð í reið
 • Vilji
 • Deilitala fyrir dómara er 5.

Áhugamannaflokkur 2

Þrír til fimm hestar inni á hringvellinum í einu, 

 • Fet
 • Tveir hringir brokk, frjáls hraði.
 • Tveir hringir greitt tölt á langhliðum.
 • Fegurð í reið
 • Vilji
 • Deilitala fyrir dómara er 5.

Áhugamannaflokkur 1

Þrír til fimm hestar inni á hringvellinum í einu, 

 • Tveir hringir hægt tölt.
 • Tveir hringir brokk, frjáls hraði.
 • Tveir hringir greitt tölt á langhliðum.
 • Fegurð í reið
 • Vilji
 • Deilitala fyrir dómara er 5.

Heldri menn og konur (55+)

Þrír til fimm hestar inni á hringvellinum í einu, 

 • Fet
 • Tveir hringir brokk, frjáls hraði.
 • Tveir hringir greitt tölt á langhliðum.
 • Fegurð í reið
 • Vilji
 • Deilitala fyrir dómara 5

 Opinn flokkur

  Þrír til fimm hestar inni á hringvellinum í einu,

 • Tveir hringir hægt tölt.
 • Tveir hringir brokk frjáls hraði.
 • Tveir hringir greitt tölt á langhliðum.
 • Vilji x 2 
 • Fegurð í reið x 2.
 • Deilitala fyrir dómara er 7.

A-Flokkur gæðinga 

Þrír til fimm hestar inni á hringvellinum í einu. 

 • Tveir hringir tölt x 2 
 • Tveir hringir brokk frjáls hraði 
 • Ein umferð skeið, einn og einn í einu x 2 
 • Vilji x 2

Taka skal fram uppá hvora hönd er riðið við skráningu!

 Skráningargjöld :

 • Frítt fyrir börn og polla
 • Unglingar kr.1000
 • Ungmenni kr.1500
 • Fullorðnir kr.2000.
27 Oct, 2020

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Stefnumótun 2020

Stefnumotun 2020

Reiðhöll dagatal


Október
27Okt Þri 10:25 - 12:20 Frátekin v. FSU hestabraut 
29Okt Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa 
31Okt Lau 9:30 - 15:00 Reiðskóli Sleipnis og Oddnýar Láru 

Hliðskjálf dagatal


Nóvember
2Nóv Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v Húsnefnd 
9Nóv Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v Húsnefnd 
16Nóv Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 291 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1828
Articles View Hits
4490956