Þriðja og jafnframt síðasta vetrarmót Sleipnis verður haldið laugardaginn 1. maí. n.k. Kl. 12:00 á Brávöllum.

Skráning mótsins fer fram á mótaforritinu Sporfeng eins og verið hefur hjá okkur í vetur og hefst skráning 27. apríl n.k og stendur yfir til föstudagsins 30. apríl  kl 14:00.

https://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Mótið verður með öðru sniði en áður hefur verið en að þessu sinni verður keppt í Gæðingatölti. Segja má að gæðingatölt sé einskonar blanda af gæðingakeppni og vetrarmóta fyrirkomulagi. Í Gæðingatölti er riðið hægt tölt og yfirferðatölt eftir skala gæðingadómara sem verða 3 talsins. Forkeppni er riðin í hverjum flokki þar sem inná völlinn koma 3-4 knapa í einu og svo eru 8 efstu knapar sem ríða úrslit í hverjum flokk. Í öllum flokkum verður keppt í gæðingatölti nema í unghrossaflokk þar sem riðið verður eftir sætaröðun eins og á hefðbundnum vetrarmótum. ( fæðingarár hrossa í unghrossaflokk er 2016 og 2017)

Vegna ástandsins í samfélaginu þá biðjum við áhorfendur sem verða á svæðinu að sitja ef hægt er inní bílum sínum en ef fólk vill sitja úti þá viljum við biðja um að sóttvarnir verði virtar eins vel og hægt er. Ef fólk þarf að koma inn í dómpall þarf að vera með grímu og einnig í sjoppu ef hún verður á staðnum. Við erum öll í þessu saman bæði knapar og áhorfendur og enginn vill verða valdur af því að lokað verði fyrir mótahald vegna brota á sóttvörnum eða slíku.

 

Dagskrá

 • Pollaflokkur
 • Unghrossaflokkur 
 • Barnaflokkur
 • Unglingaflokkur 
 • Ungmennaflokkur 
 • Heldri menn og konur 55+
 • Áhugamenn & konur 2
 • Áhugamenn & konur 1
 • Opinn flokkur / Meistaraflokkur

Upplýsingar um skráningu og skráningargjald.

Velja þarf Sleipni sem mótahaldara.

Frítt er fyrir keppendur í pollaflokk en þeir sem hyggjast skrá pollana sína skulu senda fullt nafn knapa, nafn hests og lit hests í tölvupósti á netfang vetrarmótanefndar. vetrarmot@sleipnir.is

Barnaflokkur 1500kr.

Unglinga og Ungmennaflokkur 2000kr.

55+, áhugamenn 1 & 2 og opinn flokkur og unghrossaflokkur 3000kr.

Við viljum minna á að heiti flokkana sem á að skrá sig í á sportfeng eru ekki þær greina sem keppt er í.

Nöfn flokka í skráningakerfi.

 • Barnaflokkur - Tölt T1 barnaflokkur
 • Unglingaflokkur - Tölt T1 unglingaflokkur
 • Ungmennaflokkur - tölt T1 ungmennaflokkur
 • Heldri menn & konur 55+ - Tölt T1 opinn flokkur 3. flokkur
 • Áhugamenn & konur 2 -Tölt T1 opinn flokkur 2. flokkur
 • Áhugamenn & konur 1 - Tölt T1 opinn flokkur 1. flokkur
 • Opinn flokkur -B-flokkur - Meistaraflokkur
 • Unghrossaflokkur - Opinn flokkur

 MJÖG MIKILVÆGT fyrir þá sem kjósa að millifæra skráningagjaldið frekar enn að borga með korti þurfa að senda kvittun millifærslunnar á netfangið vetrarmot@sleipnir.is annars fer skráningin ekki í gegn.

Upplýsingar um millifærslu

Reiknnr. 0152-26-100774

Kt. 590583-0309

Ef einhverja spurningar vakna varðandi skráningu eða annað sem tengist mótinu er bent á að senda tölvupóst á netfangiðvetrarmot@sleipnir.is eða hringja eða senda sms á Unnstein í

síma 7873391.

Vetrarmótanefnd Sleipnis 2021.

10 Aug, 2022

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Reiðhöll dagatal


Ágúst
11Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
18Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
25Ágú Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Hliðskjálf dagatal


Ágúst
20Ágú Lau 12:00 Frátekin v. húsnefnd 
27Ágú Lau 12:00 Frátekið v. Húsnefnd 

Maí
6Maí Lau 12:00 Frátekið Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 428 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
2071
Articles View Hits
7084744