Boðið verður upp á nokkur námskeið nú fyrir áramót sem og á nýju ári ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin eru ætluð fyrir börn / unglinga sem ekki hafa aðgang að hesti og búnaði. Kennsla fer fram í Reiðhöll Sleipnis að Brávöllum og eða á svæðinu þar ef verður leyfa. Þátttakendum eru lagðir til hestar og búnaður sem til þarf. Ef krakkar eiga hjálma mega þau koma með þá og einnig er möguleiki að koma með sinn hest.
Skráning fer fram á FB Oddnýjar Láru:
https://www.facebook.com/Reidskolisleipnisogoddnyjarlaru,
einnig á netfanginu: oddnylara(at)floaskoli.is og í síma: 847 9834 

Kennsla fer fram á eftirfarandi dögum í vetur : 12-13 október, 26-27 október, 9-10 nóvember, 23-24 nóvember og 7-8 desember 

Tímasetningar eru eftirfarandi: 

  • Dagarnir 12-13 október : 11:00-12:30 – 13:00-14:30 – 15:00-16:30
  • Dagarnir 26-27 október : 15:00-16:30 – 17:00-18:30 – 19:00-20:30 ( þessar tímasetningar eru með fyrirvara um breytingar því ef höllin er laus fyrr þá reikna ég með að hafa það sömu tímasetningar og 12-13 október, það verður þá þannig að þeir sem eru skráðir 15:00-16:30 færast til 11:00-12:30 o.s.f) það kemur vonandi í ljós sem fyrst. 
  • 9-10 nóvember: 11:00-12:30 – 13:00-14:30 – 15:00-16:30
  • 23-24 nóvember: 11:00-12:30 – 13:00-14:30 – 15:00-16:30
  • 7-8 desember : 11:00-12:30 – 13:00-14:30 – 15:00-16:30

Kveðja Oddný Lára

                                                           Reidskoli OLG