Á morgun, laugardag,verður Sleipnishöllinni lokað vegna boðaðs vinnudags við höllina.
Það eru nokkur lítil verk sem þarf að koma í verk, til dæmis.

Skipta um ljósaperur í sal. Stjórnin er  búinn að fá lánaðan lyftara með körfu í það verk.
Setja flasningar í gaflglugga nýhbyggingar og ganga frá festingum samlokueininga við sökkul og festa upp flasningar á einingar.

Setja upp stíur þegar búið er að leggja út sand í fordyri ( búið er að leggja út sand í helming nýbyggingarinnar).

Það eru einnig fleiri  lítil verk, sem munu bíða nema því fleiri geti mætt.
Sökklar að bíslaginu norðan við höllina voru steyptir í gær, fimmtudag, gott ef hægt væri að slá utan af þeim nú á laugardaginn.

Stjórn reiðhallarinnar óskar eftir sjálfboðaliðum til að taka til hendinni þennan dag ýmislegt sem þarf að gera.
Við getum skipt okkur upp í td. þrjá vinnuhópa ( 2-4 í hverjum ) og allar sóttvarnarreglur verða í hávegum hafðar. 

Nú er vetur að ganga í garð og nauðsynlegt að loka nýbyggingunni og gera þannig úr garði að við getum farið að hafa not af henni.

Við áætlum að hittast í reiðhöllinni kl.09.30

Kveðjur, stjórn Reiðhallarinnar.