Eins og félagsmönnum er kunnugt var það mikil lyftistöng fyrir félagið að eignast sína reiðhöll. Það hefur gert félagsmönnum auðveldara með að stunda sína hestamennsku mun meira allt árið um kring og hefur það svo sannarlega sýnt sig með vaxandi lífi í hverfinu t.d. á haustin og innan félagsins, auk þess sem hægt hefur verið bæði að halda ýmiskonar námskeið innanhúss og hafa aðstöðu fyrir skóla eins og Hestabraut FSU og Reiðmanninn hjá LBHÍ.
Það var því mikill missir þegar loka þurfti Reiðhöll Sleipnis frá og með 3. nóv. vegna sóttvarnarreglna í landinu.
Sleipnir er íþróttafélag innan ÍSÍ og starfar því samkvæmt tilmælum frá LH og ÍSÍ að öllu leyti. Þó reiðhöllin sé í eigu hestamannafélagsins en ekki sveitarfélagsins þá ber hestamannafélaginu skylda að fylgja þeim reglum sem settar eru hjá þessum samböndum varðandi ýmis mál, þar með talið settar reglur frá ríkisstjórn.
Stjórn Sleipnis ákvað því strax að vinna með í þessu fordæmalausa máli og sína þannig samstöðu, frekar en að eiga í hættu á því að fá lengri lokun eða kæru fyrir að fylgja ekki settum reglum.


Með lokun reiðhallarinnar varð mikill missir fyrir marga en um leið mögulega komið í veg fyrir hópsýkingu sem gæti leitt til frekari lokunar, sem og dregið úr líkum á að þurfa að takast á við flókið ferli ef upp kæmi kærumál. 
Í bréfi frá LH um það hvernig túlka ætti þessa reglugerð ÍSÍ og sóttvarnaryfirvalda um sóttvarnir og lokun á reiðhöllum, kom skýrt fram að þær skildu vera lokaðar án undantekninga til og með 17. nóvember, eins og önnur íþróttamannvirki. Frá 18. nóvember voru svo gerðar þær tilslakanir að skipulagt íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar mætti eiga sér stað í reiðhöllum, sem og skipulögð reiðkennsla frá skólum. Frá þeim degi hefur FSU getað haldið sinni kennslu áfram, ásamt kennslutímum frá LBHÍ en hvorki hefur verið að hægt að halda fyrirhugað námskeið fyrir félagsmenn né að hafa höllina opna fyrir æfingaaðstöðu.
Tíminn hefur því verið vel nýttur við vinnu í reiðhöllinni, við ýmislegt sem snýr að nýju viðbyggingunni, sem og uppsetningu á vökvunarkerfi og lögnum í kringum það, ásamt ýmsum lagfæringum og kemur í veg fyrir truflun vegna þeirrar vinnu þegar opna má aftur.
Það hefði aldrei gengið upp að reyna finna smugur fyrir undanþágu til opnunar út frá þeim reglum sem gilda, auk þess sem félagið hefur ekki fastan starfsmann í reiðhöllinni til að fylgjast með því að öllum sóttvarnarreglum væri fylgt varðandi sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum eftir viðveru hvers og eins.
Stjórn Sleipnis telur það því félaginu í hag bæði gangvart sveitarfélaginu, LH, ÍSÍ og sínum félagsmönnum að vinna með í þessu máli, frekar enn að reyna að finna smugur til að opna og vinna þannig á móti í þessu ferli. 
Þann 2. desember n.k. eða eftir um eina viku, taka við nýjar sóttvarnarreglur og er það von okkar að þær tilslakanir sem taka gildi þá verði okkur hestamönnum í hag svo hægt sé að vinna áfram að því góða og öfluga íþróttastarfi sem á sér stað innan Sleipnis.Sýnum áfram samstöðu og horfum bjartsýn til betri tíma.

Bryndís Guðmundsdóttir
Sóttvarnarfulltrúi Sleipnis

20 Apr, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Reiðhöll dagatal


Apríl
20Apr Þri 8:15 - 10:10 FSU_Hestabraut 
20Apr Þri 15:30 - 16:00 Frátekin v.Félagsverkefnið 
20Apr Þri 16:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 

Hliðskjálf dagatal


Apríl
21Apr Mið 18:00 - 23:00 Frátekin v.Stjórn 
26Apr Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Maí
1Maí Lau 18:00 - 12:00 Frátekið v .húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 267 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1898
Articles View Hits
5168227