- Published: 24 May 2021
Hinn árlegi baðtúr Sleipnis var farinn frá Eyrarbakka síðastliðinn laugardag í Stokkseyrarfjöru með viðkomu á Gamla Hrauni þar sem vel var tekið á móti fámennum en góðmennum hóp reiðmanna, þar bættist líka nokkuð í hópinn.
Frá Gamla-Hrauni var riðið áfram að Stokkseyrarfjöru vestan Stokkseyrar þar sem 6 valkyrjur í 3 ættliði með Elínu Ósk á Gamla Hrauni í forystu sundriðu að landi.
Til að halda uppi merki karlmanna þá sundreið Hilmar frá Smiðshúsum Eyrarbakka einnig. Hann fór einn og sér og skoraði á aðra karlmenn að mæta með sér í sundreið á næsta ári.
Að sundreið lokinni þá var riðið til baka með fjörunni aftur á Eyrarbakka þar sem formlegum baðtúr lauk. Einungis mætti einn frá Selfossi til að taka þátt í þetta sinn, vonandi verða þó fleiri á næsta ári.
https://sleipnir.is/index.php/95-tilkynningar/rit-og-vefsieunefnd/2319-badhtur-sleipnis-2021#sigProIddd72762bc5