Kæru félagar í Sleipni.

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð sem gildir frá og með 25. maí til og með 16. júní. Með henni eru gerðar verulegar tilslakanir á íþróttastarfi.

Sleipnisfélagar, mótshaldarar og skipuleggjendur viðburða eru hvattir til að kynna sér vandlega gildandi reglugerðir hverju sinni og fylgja þeim í hvívetna.

Helstu breytingar í reglugerð heilbrigðisráðherra sem snerta íþróttastarfið eru eftirfarandi:

  • Heimilt er að hafa að hámarki 150 þátttakendur í hverju rými á æfingum og í keppni.
  • Heimilt er að hafa að hámarki 300 manns í hverju rými á áhorfendasvæðum að uppfylltum skilyrðum skv. 3. grein reglugerðar heilbrigðisráðherra og að hámarki þrjú rými fyrir áhorfendur í hverri byggingu. Skilyrðin eru eftirfarandi:

o   Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri.

o   Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.

o   Allir gestir séu skráðir í númeruð sæti, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum.

o   Allir gestir noti andlitsgrímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru.

o   Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburð, í hléi og eftir viðburð.

o   Skipuleggjendum viðburða er skylt að tryggja þegar gestir eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 150 manns og að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila.

o    Umgengni í hverju hólfi skal vera í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis þar að lútandi svo koma megi í veg fyrir blöndun hólfa.

Sé eitthvert ofangreindra skilyrða ekki uppfyllt er hámarksfjöldi á viðburði 150 manns í hverju rými. Gæta þarf að tveggja metra lágmarksfjarlægð og nota grímur sé ekki hægt að tryggja hana.

Sóttvarnarfulltrúi Sleipnis

Sjá frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra, sem gildir til 16. júní, 2021.

20 Oct, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um Viðrunarhólf

Vidrunarholf

Skipulagsmál

Skipulagsmal

 Reiðhöll dagatal


Október
20Okt Mið 13:10 - 15:30 Frátekin-FSU_reiðkennsla 
21Okt Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
22Okt Fös 8:15 - 10:05 Frátekin v. FSU Hestabraut 

Hliðskjálf dagatal


Október
20Okt Mið 18:30 - 20:00 Frátekið v. Æskulýðsnefdn 
21Okt Fim 17:00 - 18:00 Frátekin v. Sleipni 
25Okt Mán 19:00 - 21:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 120 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1971
Articles View Hits
6181105