Allra síðustu sætin í Reiðmannsnámið eru laus í hópnum sem fer af stað á Selfossi næsta haust. Reiðkennarinn Hanna Rún Ingibergsdóttir mun halda utan um hópinn næsta vetur, en námið skiptist í átta verklegar helgar í bland við bóklega kennslu á netinu og þá bæði verkleg og bóklega verkefnavinnu.

Um er að ræða samfellt nám þar sem hver og einn nemandi fær að vinna með sinn eigin hest í hópi aðila sem allir brenna fyrir reiðmennskunni á einn eða annan hátt og undir leiðsögn reiðkennara.

Reiðmaðurinn er nám sem er því ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur. Námið er byggt upp á námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á reiðmennskuna, en einnig er um að ræða almennt nám þar sem fjallað er m.a. um sögu og þróun hestsins, fóðrun hans, frjósemi og kynbætur.

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Endurmenntunar LbhÍ:https://endurmenntun.lbhi.is/reidmadurinn/

02 Jun, 2023

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Félagsheimili

Hnappur Felagsheimili

Reiðhöll dagatal


Júní
3Jún Lau 8:00 - 18:00 Frátekin v Gæðingamóts Sleipnis 

September
22Sep Fös 14:00 - 19:00 Útleiga Reiðmaðurinn III 
23Sep Lau 8:00 - 17:00 Útleiga Riðmaðurinn III 

Hliðskjálf dagatal


Júní
3Jún Lau 8:00 - 18:00 Frátekin v. Gæðingamóts Sleipnis 
9Jún Fös 12:00 Frátekið v Húsnefnd 
10Jún Lau 12:00 Frátekin v. húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóra



Hverjir eru tengdir

We have 189 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
6
Articles
2299
Articles View Hits
7999883

Vellir dagatal


Júní
3Jún Lau 7:00 - 18:00 Lokaðir v. Gæðingamóts Sleipnis