Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga að eigin heilsu með því að stunda reglubundna hreyfingu. Flestir vita hver ávinningur þess að hreyfa sig reglulega getur verið en hér er smá áminning.
Reglubundin hreyfing stuðlar að bættum svefni, bættum lífsgæðum, dregur úr líkum á ýmsum sjúkdómum og styrkir hjarta- og æðakerfiðLífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:

  • Vinnustaðakeppni frá 1. febrúar – 21. febrúar, fyrir 16 ára og eldri 
  • Framhaldsskólakeppni frá 1. febrúar – 14. febrúar, fyrir 16 ára og eldri 
  • Grunnskólakeppni frá 1. febrúar – 14. febrúar, fyrir 15 ára og yngri 
  • Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið

Með Lífshlaups-appinu er einfalt að skrá sína hreyfingu á meðan á Lífshlaupinu stendur. Í smáforritinu er hægt að skrá og sjá alla hreyfingu viku aftur í tímann. Þar er einnig hægt að lesa hreyfingu beint úr Strava. Það er þó rétt að benda á að það þarf að fara á vefsíðu Lífshlaupsins til þess að stofna aðgang og til þess að stofna lið/ganga í lið, en eftir að það er búið er hægt að skrá sig inn í gegnum smáforritið og skrá alla hreyfingu þar. Smáforritið finnst bæði í App Store (iOS) og í Play Store (Android) undir heitinu „Lífshlaupið". Einnig er hægt að nálgast það með því að smella hér ef þú ert í Iphone en hér ef þú ert að nota Android.Skráningarferlið er einfalt og þægilegt og fínar leiðbeiningar má finna r.
 
Nánari upplýsingar um Lífshlaupið gefa Hrönn Guðmundsdóttir og Linda Laufdal, starfsmenn Fræðslu- og almenningssviðs ÍSÍ á netfanginu lifshlaupid@isi.is eða í síma 514-4000 
 
Á meðan Lífshlaupið stendur yfir eru heppnir þátttakendur dregnir út alla virka daga í Morgunverkunum á RÁS 2, þeir heppnu fá ávaxtabakka frá Ávaxtabílnum.
Átta þátttakendur eru svo dregnir út í myndaleik Lífshlaupsins sem fá veglega vinninga frá eftirfarandi samstarfsaðilum:
ÁvaxtabíllnumMjólkursamsölunniSkautahöllinniKlifurhúsinuWorld Class og LemonTaktu þátt, vertu fyrirmynd og hvettu fólkið í kringum þig til þess að taka þátt í Lífshlaupinu 2023Með Lífshlaupskveðju

Lífshlaupið 2023 hefst 1. febrúar, ætlar þú ekki að vera með í ár?

Skráning
Starfsfólk Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ

02 Jun, 2023

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Félagsheimili

Hnappur Felagsheimili

Reiðhöll dagatal


Júní
3Jún Lau 8:00 - 18:00 Frátekin v Gæðingamóts Sleipnis 

September
22Sep Fös 14:00 - 19:00 Útleiga Reiðmaðurinn III 
23Sep Lau 8:00 - 17:00 Útleiga Riðmaðurinn III 

Hliðskjálf dagatal


Júní
3Jún Lau 8:00 - 18:00 Frátekin v. Gæðingamóts Sleipnis 
9Jún Fös 12:00 Frátekið v Húsnefnd 
10Jún Lau 12:00 Frátekin v. húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 189 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
6
Articles
2299
Articles View Hits
7999883

Vellir dagatal


Júní
3Jún Lau 7:00 - 18:00 Lokaðir v. Gæðingamóts Sleipnis