Úrslit 2011

Úrtaka fyrir LM og opnu gæðingamóti Sleipnis,Ljúfs og Háfeta er nú lokið. Í öllum flokkum var hart barist og ljóst að keppni á landsmóti þetta árið verður hörð. Mótið tókst frábærlega í alla staði tímasetningar stóðust undantekningarlaust og veðrið lék við áhorfendur þó svo að náttúran hafi séð um það að bleyta völlinn einstaka sinnum. Sigursteinn Sumarliðason Vann A-flokkinn á Álm frá Skjálg og vann þar með Sleipnisskjöldinn annað árið í röð á honum, til að glöggva fólk er sleipnisskjöldurinn orðinn víðfrægur og hefur verið gefinn hæsta alhliðagæðing á sleipnismótum allt frá árinu 1950. B-flokkinn vann Sigursteinn svo á stórgæðingnum Ölfu frá Blesastöðum 1A með hvorki meira né minna en 9,09 í einkunn. Einar Öder var með gæðinginn sinn Glóðafeykir frá Halakoti í öðru sæti í B-flokki og í öðru sæti í tölti eftir forkeppni, Einar öder varð einnig annar í A-flokk með  Þeyr frá Akranesi. í ungmennaflokki var keppnin spennandi og réðust úrslit á aukastöfum en það var Bjarni Sveinsson og Leiftur frá lundum sem unnu þar Alexöndru Arnarsdóttur og Katarínu frá Tjarnalandi með einkunina 8,44. í unglingaflokki var efst í úrslitum Dagmar Öder Einarsdóttir með merina Glódísi frá Halakoti og einkunina 8,52. Ljóst er að mikil gróska er í æskulýðsstarfi hjá félögunum hér á svæðinu því börnin stóðu sig með stakri prýði, Glódís Rún Sigurðardóttir átti kraftmikla og fallega sýningu á gæðingnum Kamban frá Húsavík en þau fengu 8,96 í einkun, á eftir henni kom svo Þorgils Kári Sigurðsson og Sýnir frá Hallgeirseyjarhjáleigu með 8,34. Töltmót var svo haldið á laugardagskvöldinu við úrvals aðstæður. John Sigurjónsson á Tón frá Melkoti vann A-úrslitin með einkuna 8,22 sem er með hærri einkunum ársins. á eftir honum var það Jón Þorberg Steindórsson og Tíbrá frá Minni-völlum með 7,67 í einkun.
 
Landsmótskandidatar fyrir þessi félög eru því:
 

Sleipnir
A-Flokkur: Álmur frá Skjálg og Sigursteinn Sumarliðason,Þeyr frá Akranesi og Einar Öder Magnússon,Friður frá Miðhópi og Sigursteinn Sumarliðason og Snæsól frá Austurkoti og Páll Bragi Hólmarsson
B-Flokkur : Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon,Alfa frá Blesastöðum og Sigursteinn Sumarliðason, Loki frá Selfossi og Ármann Sverrisson og Sjóður frá Sólvangi og Elsa Magnúsdóttir
Ungmennaflokkur : Röskur frá Sunnuhvoli og Arnar Bjarki Sigurðsson, Alexandra Arnarsdóttir og Katarína frá Tjarnalandi,Leiftur frá Laugardælum og Bjarni Sveinsson og Fáni frá Kílhrauni og Emilia Anderson
Unglingaflokkur : Simbi frá Ketilsstöðum og Berglind Rós Bergsdóttir, Fífill frá Hávarðakoti og Díana Kristín Sigmarsdóttir,Glódís frá Halakoti og Dagmar Öder Einarsdóttir og Dökkvi frá Ingólfshvoli og Sigríður Óladóttir
Barnaflokkkur :  Dagbjört Skúladóttir og Tígull frá Runnum, Ásthildur Hrund Stefánsdóttir og Dynjandi frá Höfðaströnd,Þorgils Kári Sigurðsson og Sýnir frá Hallgeirseyjarhjáleigu og Sólveig Ágústa Ágústsdóttir og Mökkur frá Litlu-Sandvík
Ljúfur
A-flokkur : Vonandi frá Bakkakoti og Arnar Bjarki Sigurðsson
B-flokkur : Skrámur frá Kirkjubæ og Sissel Tveten og Tangó frá Sunnuhvoli og Arnar Bjarki Sigurðsson
Ungmennaflokkur : Óskar frá Hafnarfirði og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir
Unglingaflokkur : Auður frá Kjarri og Eggert Helgason og Ómur frá Hjaltastöðum og Hildur G. Benediktsdóttir
Barnaflokkur :  Glódís Rún Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík og Elísa Benedikta Andrésdóttir og Flötur frá Votmúla 1
Háfeti
A-flokkur : Tindur frá Þorlákshöfn og Jóhann G. Jóhannesson
B-flokkur :  Gylmir frá Enni og Rúnar Guðlaugsson
Barnaflokkur :  Katrín Eva Grétarsdóttir og Gnýr frá Árbæ
 
Öll úrslit mótsins eru svo hér að neðan.
 
Gæðingamótanefnd Sleipnis

 

25 Sep, 2020

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Reiðhöll dagatal


September
27Sep Sun 9:30 - 12:00 Frátekin fyrir Æskulýðsnefnd 
28Sep Mán 10:25 - 12:20 Frátekin v. FSU hestabraut 
29Sep Þri 10:25 - 12:20 Frátekin v. FSU hestabraut 

Hliðskjálf dagatal


September
26Sep Lau 12:00 Frátekið Húsnefnd 
28Sep Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v Húsnefnd 
29Sep Þri 19:30 - 22:30 Frátekið v Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraFlettingar á síðu

Users
4
Articles
1825
Articles View Hits
4368585