Fyrstu Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins fóru fram í kvöld á Brávöllum á Selfossi og marka þeir upphaf alþjóðlegs íþróttamóts sem framundan er þar næstu daga.

Vindur stóð af suðri og blés heldur köldu lofti og þurru, enda skuggsýnt á suðurlandi í dag vegna sandfoks. Þrátt fyrir það náðust góðir tímar í öllum skeiðgreinum. Eftirtektarvert var í kvöld hversu margir ungir og óreyndir hestar tóku þátt í 100 metra skeiði sem er frábært og til marks um þá grósku sem er í skeiðkeppni.

Í 250 metra skeiði var það Krókus frá Dalbæ setinn af Sigursteini Sumarliðasyni sem bestum tíma náði, 21,70 sekúndum, skammt undan var Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II og Konráð Valur Sveinsson á tímanum 22,00 sekúndum. Það er öllum ljóst að þessir kappar munu berjast um sigur í þessari hlaupagrein á komandi sumri. Heimsmetið í greininni er 21,15 og ef þeir hitta á réttar aðstæður er ekki ólíklegt að það falli í náinni framtíð.

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Sigurrós frá Gauksmýri áttu besta tíman í 150 metra skeiði og það þrælgóðan, fóru brautina á 14,64 sekúndum. Glæsilegur árangur hjá Eyrúni og Sigurrósu sem einnig urðu í 2.sæti í 100 metra skeiði. Önnur í þessari grein varð Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Óskadís frá Fitjum á 14,67.

Viðar Ingólfsson vann svo keppni í 100 metra skeiði á Ópal frá Miðási á tímanum 7,71 sekúndu. Eins og áður segir varð Eyrún Önnu og Ingibergur Árnason varð þriðji sekúndubroti hægar en Eyrún en hann og Sólveig frá Kirkjubæ fóru á 7,92.

Skeið 250m P1

   

Opinn flokkur - 1. flokkur

   
       

Sæti

Knapi

Hross

Tími

1

Sigursteinn Sumarliðason

Krókus frá Dalbæ

21,70

2

Konráð Valur Sveinsson

Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II

22,00

3

Daníel Gunnarsson

Eining frá Einhamri 2

22,67

4

Finnur Jóhannesson

Tinna Svört frá Glæsibæ

23,03

5

Ingibergur Árnason

Sólveig frá Kirkjubæ

23,47

6

Gústaf Ásgeir Hinriksson

Rangá frá Torfunesi

23,83

7

Bjarni Bjarnason

Glotti frá Þóroddsstöðum

24,11

8

Bjarni Bjarnason

Jarl frá Þóroddsstöðum

24,18

9

Erlendur Ari Óskarsson

Dama frá Hekluflötum

24,50

10

Svavar Örn Hreiðarsson

Surtsey frá Fornusöndum

24,53

11

Ævar Örn Guðjónsson

Ás frá Eystri-Hól

26,33

12-13

Árni Björn Pálsson

Ögri frá Horni I

0,00

12-13

Benjamín Sandur Ingólfsson

Fáfnir frá Efri-Rauðalæk

0,00

Skeið 150m P3

   

Opinn flokkur - 1. flokkur

   
       

Sæti

Knapi

Hross

Tími

1

Eyrún Ýr Pálsdóttir

Sigurrós frá Gauksmýri

14,64

2

Þórdís Erla Gunnarsdóttir

Óskastjarna frá Fitjum

14,67

3

Árni Björn Pálsson

Seiður frá Hlíðarbergi

14,83

4

Hans Þór Hilmarsson

Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði

14,84

5

Gústaf Ásgeir Hinriksson

Sjóður frá Þóreyjarnúpi

15,14

6

Ingibergur Árnason

Flótti frá Meiri-Tungu 1

15,31

7

Hafþór Hreiðar Birgisson

Spori frá Ytra-Dalsgerði

15,43

8

Bjarni Bjarnason

Þröm frá Þóroddsstöðum

15,44

9

Ævar Örn Guðjónsson

Sneis frá Ytra-Dalsgerði

15,89

10

Ólafur Örn Þórðarson

Lækur frá Skák

16,05

11

Sigursteinn Sumarliðason

Sóta frá Steinnesi

16,33

12

Brynjar Nói Sighvatsson

Nn frá Oddhóli

16,67

13

Árni Sigfús Birgisson

Draumur frá Skíðbakka I

17,34

14

Klara Sveinbjörnsdóttir

Glettir frá Þorkelshóli 2

17,54

15

Ingi Björn Leifsson

Gná frá Selfossi

17,77

16

Þorvaldur Logi Einarsson

Skíma frá Syðra-Langholti 4

19,58

17-24

Guðjón Sigurðsson

Stoð frá Hrafnagili

0,00

17-24

Sigurður Vignir Matthíasson

Léttir frá Eiríksstöðum

0,00

17-24

Jón Bjarni Smárason

Blævar frá Rauðalæk

0,00

17-24

Glódís Rún Sigurðardóttir

Blikka frá Þóroddsstöðum

0,00

17-24

Sigurður Sigurðarson

Drómi frá Þjóðólfshaga 1

0,00

17-24

Ívar Örn Guðjónsson

Funi frá Hofi

0,00

17-24

Bjarni Bjarnason

Hljómur frá Þóroddsstöðum

0,00

17-24

Davíð Jónsson

Glóra frá Skógskoti

0,00

Flugskeið 100m P2

   

Opinn flokkur - 1. flokkur

   
       

Sæti

Knapi

Hross

Tími

1

Viðar Ingólfsson

Ópall frá Miðási

7,73

2

Eyrún Ýr Pálsdóttir

Sigurrós frá Gauksmýri

7,91

3

Ingibergur Árnason

Sólveig frá Kirkjubæ

7,92

4

Konráð Valur Sveinsson

Stolt frá Laugavöllum

7,96

5

Gústaf Ásgeir Hinriksson

Rangá frá Torfunesi

7,98

6

Hrefna María Ómarsdóttir

Alda frá Borgarnesi

8,23

7

Svavar Örn Hreiðarsson

Sproti frá Sauðholti 2

8,27

8

Guðbjörn Tryggvason

Kjarkur frá Feti

8,30

9

Sólon Morthens

Þingey frá Torfunesi

8,33

10

Védís Huld Sigurðardóttir

Hrafnhetta frá Hvannstóði

8,34

11

Rósa Kristín Jóhannesdóttir

Gnýr frá Brekku

8,42

12

Embla Þórey Elvarsdóttir

Tinni frá Laxdalshofi

8,53

13

Kjartan Ólafsson

Stoð frá Vatnsleysu

8,67

14

Vilborg Smáradóttir

Klókur frá Dallandi

8,67

15

Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Frekja frá Dýrfinnustöðum

8,71

16

Kristófer Darri Sigurðsson

Gnúpur frá Dallandi

8,72

17

Jóhanna Margrét Snorradóttir

Ögri frá Bergi

8,77

18

Svavar Örn Hreiðarsson

Storð frá Torfunesi

8,81

19

Þorvaldur Logi Einarsson

Skíma frá Syðra-Langholti 4

8,92

20

Ísak Andri Ármannsson

Eldur frá Hvítanesi

9,04

21

Bjarni Birgisson

Sunna frá Blesastöðum 2A

9,08

22

Þórey Þula Helgadóttir

Þótti frá Hvammi I

9,12

23

Guðjón Sigurðsson

Úlfur frá Hestasýn

9,42

24

Hrund Ásbjörnsdóttir

Heiða frá Austurkoti

9,45

25

Guðjón Sigurðsson

Snælda frá Kolsholti 3

9,63

26

Óskar Örn Hróbjartsson

Iða frá Svörtuloftum II

9,66

27

Árni Sigfús Birgisson

Draumur frá Skíðbakka I

9,87

28-32

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Snædís frá Kolsholti 3

0,00

28-32

Hans Þór Hilmarsson

Gloría frá Grænumýri

0,00

28-32

Sonja Noack

Tvistur frá Skarði

0,00

28-32

Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson

Seyður frá Gýgjarhóli

0,00

28-32

Hlynur Pálsson

Sefja frá Kambi

0,00

29 May, 2022

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um Viðrunarhólf

Vidrunarholf

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Reiðhöll dagatal


Júní
2Jún Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
3Jún Fös 8:00 - 17:00 Gæðingamót Sleipnis 
9Jún Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Styrktaraðilar

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
2058
Articles View Hits
6871344