Að gefnu tilefni vegna skráninga í félagið:
Til að félagsskráning verði virkjuð þarf, eins og tekið er fram á skráningarsíðunni, að greiða félagsgjald inn á reikning félagsins og senda gjaldkera kvittun í e-pósti. 

Að öðrum kosti  fellur skráningarbeiðni niður.
Skráning í kerfi ÍSÍ v. Sport Fengs tekur að lágmarki 24 tíma, jafnvel yfir helgi ef skráning er framkvæmd síðla föstudags eða á laugardegi vegna  gagnakeyrslu Sport Fengs.

Stjórnin

umsoikn

Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður yfir hrossaræktinni í landinu, mun halda námskeið um byggingu kynbótahrossa sunnudaginn 30. apríl hér á Selfossi. Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Read more: Námskeið um byggingu kynbótahrossa.

Kæru foreldrar / forráðamenn.

Nú erum við að opna fyrir skráningu á æfingar fyrir Hestafjör 2017.
Hestafjörsdagurinn verður að þessu sinni haldinn sunnudaginn 30. apríl en stefnt er á að hefja æfingar í fyrstu viku aprílmánaðar.
Æfingarnar verða á mánudögum og / eða þriðjudögum og munum við reyna að ná 4-5 æfingum fyrir Generalprufu.
Þátttaka og æfingar vegna Hestafjörsins eru ókeypis fyrir þátttakendur, hestamannafélagið Sleipnir greiðir æfingakostnað og annað sem að Hestafjörinu lýtur.

Read more: Hestafjör 2017

Þor og styrkur !
Reiðnámskeið með Rósu Birnu. 24 – 26. mars n.k. Vegna mikillar ánægju með síðasta námskeið hjá Rósu Birnu – þor og styrkur - hefur verið ákveðið að halda annað námskeið fyrir alla sem vilja auka styrk sinn og færni í samskiptum við hestinn og framhald fyrir þá sem voru á fyrra námskeiðinu. Markmið námskeiðsins er að auka færni og öryggi knapanna í samskiptum sínum við hestana. Kennslan verður miðuð út frá forsendum og óskum hvers og eins. Tímarnir geta verið einkatímar eða 2 – 3 saman í hóp, allt eftir þátttöku og óskum hver og eins. Hver og einn fær 5 tíma. Hámarks fjöldi á námskeiðið er 8 manns og kostar kr. 23.000.- Skráning fer fram í sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Nánari upplýsingar veitir Hrund í síma 861-6609

Fundur með landsliðsnefnd LH  í Samskipahöllinni í Spretti í kvöld kl. 17:30

Kynntur verður lykill að vali landsliðsins – leiðin að gullinu á HM2017 í Hollandi! Einning mun hinn ástsæli þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson flytja gríðarlega áhugaverðan fyrirlestur. Þar fer maður með margbrotna reynslu sem við hestamenn getum klárlega nýtt okkur við undirbúning okkar landsliðs sem fara mun á HM. Undirbúningurinn byrjar í kvöld! Fylgist með starfi og undirbúningi landsliðsnefndar LH og leiðinni að gullunum á HM í sumar!

Read more: Landsliðsnefnd LH- fundur

More Articles ...

Page 1 of 211

28 Mar, 2017

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2017

Skrá í sumarferð Sleipnis

Á döfinni í reiðhöll


Mars
28Mar Þri 17:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 
30Mar Fim 13:50 - 15:45 Frátekin v. hestabraut FSU 
31Mar Fös 14:00 - 19:00 Frátekið Reiðmaðurinn 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 22 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1308
Web Links
20
Articles View Hits
1569879