Laugardaginn 12. nóvember verður járninganámskeið haldið í Austurási. Kennari verður Erlendur Árnason eða Elli eins og hann er kallaður. Nemendur mæta með hross til að járna, skeifur og helstu járningaáhöld. Hægt verður að fá lánað ef einhver áhöld vantar. Námskeiðið hefst kl 10 með sýnikennslu og eftir hádegishlé járnar hver og einn sinn hest og fær leiðsögn. Áætlað er að námskeiðinu ljúki um kl 16. Þetta kostar litlar 15.000.- krónur og inní gjaldinu er hádegisverður.
Það er takmarkaður fjöldi þátttakenda á þetta námskeið svo um að gera að skrá sig sem fyrst

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd

Ekki náðist nægileg skráning til að hægt verði að bjóða uppá frumtamninganámskeið þetta haustið hjá Sleipni. 

Við höfum þó sameinast um eitt námskeið með Ljúfi og hefst það námskeið í kvöld og verður haldið að Sunnuhvoli í Ölfusi, kennari er Arnar Bjarki.
Enn er hægt að bæta inná það námskeið.

Frumtamninganámskeið!

Á fimmtudaginn 20. Október hefst frumtamninganámskeið á Sunnuhvoli
Kennt verður þriðjudags og fimmtudagskvöld í 4 vikur og vinnur fólk með tryppin sjálft á milli tíma
Stefnt er að því að tryppin verði reiðfær í lok námskeiðsins
Gjaldið er 35.000kr en einnig bjóðum við uppá að hýsa tryppin á námskeiðs tímanum og hefur fólk þá aðgang að aðstöðunni en gjaldið er þá 70.000kr
Ef þú hefur áhuga á þessu endilega hafðu samband hér á Facebook eða í síma 846-9750 Arnar Bjarki

Fræðslunefnd

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar verður haldin miðvikudaginn 2. nóvember nk. kl. 19:00 í félagsheimilinu Hliðskjálf. Þar ætlum við að koma saman, veita viðurkenningar fyrir vinnu liðins vetrar og eiga skemmtilega kvöldstund. Okkur langar að biðja foreldra/forráðamenn að koma með eitthvað góðgæti á hlaðborð en æskulýðsnefndin ætlar að sjá um drykki fyrir alla, diska, hnífapör og allt því tilheyrandi.

Sjáumst ævinlega hress og kát,
Æskulýðsnefnd Sleipnis

Þann 22. október nk. verður Árshátíð hestamannafélagssins Sleipnis en þetta er annað árið í röð sem hestamannafélagið og Hvítahúsið taka höndum saman og standa fyrir árshátíð og hestamannaballi en í fyrra tóks kvöldið með eindæmum vel. Í ár verður sami háttur á og verður engu til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast. Veislustjórar verða þeir Steindór Guðmundsson og Gísli Guðjónsson, en fram koma meðal annars Sigurjóns frá Skollagróf, Bryndís Ásmundsdóttir mætir á svæðið ásamt vinkonum sínum þeim Tinu Turner og Janis Joplin. Kvöldið endar svo á sérstöku hestamannaballi með hljómsveitinni Albatross með sjálfan Sverrir Bergmann í farabroddi, en þeir slógu í gegn í sumar með þjóðhátíðarlaginu í ár. Forsalan hefst í Baldvin og Þorvaldi þann 11. október og kostar miðinn á árshátíðina og ballið kr. 6.400.- en mánudaginn 10. október verður sérstakt forsölukvöld í Balvin og Þorvaldi þar sem félagsmönnum í Sleipni býðst sérstakur forsöluafsláttur kr. 5.900.- milli kl. 18 - 20 og verður verslunin opin lengur af þeim sökum. Nánari upplýsingar má finna inn á fésbókarsíðu Sleipnis og Hvítahúsins.

HestamannaBall1

More Articles ...

Page 1 of 206

21 Oct, 2016

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Október
24Okt Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. kennsla FSU 
27Okt Fim 13:50 - 15:45 Frátekin v. kennsla FSU 
31Okt Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. kennsla FSU 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 11 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1256
Web Links
20
Articles View Hits
1421737