Rit og vefsíðunefnd hafa borist myndir frá Hvíta Húsinu af ásrhátíð Sleipnis 2018, sjá hér að neaðan.
Hægt er að spila slideshow af albúminu, smella á myndina hér að neðan og velja spila táknið neðst til
vinstri á myndinni.

Uppskeruhátíð / árshátíð Sleipnis 2019 er áætluð 19.okt. næstkomandi ( auglýst síðar ) , félagsmenn eru hvattir til að taka daginn frá.

                                      

View the embedded image gallery online at:
http://sleipnir.is/#sigProId627186bd10

FT Félag tamningamanna og LH Landsamband hestamannafélaga heldur opin fund um þróun keppnismála fimmtudag 12 september uppi í veislusal reiðhallar Fáks kl.19.30

Eru knapar og dómarar að tala sama tungumál?

Rætt verður um:
Hvað hefur þróast vel á síðasta keppnistímabili?
Hvað má betur fara?
Hvernig kemur mat á reiðmennsku fram í dómum?

Hvetjum alla dómara og knapa að mæta .

Frummælendur:
Súsanna Ólafsdóttir formaður FT
Lárus Ástmar Hannesson formaður LH 
Erlendur Árnason formaður GDLH
Halldór Gunnar Viktorsson formaður HíDí
Olil Amble knapi
Anton Páll Níelsson reiðkennari aðstoðarþjálfari landsliðs

Fundarstjóri verður Thelma L. Tómasson

Nú er hægt að nota hringgerðið 😀,  Stefán Bjartur Stefánsson og Hörður Ársæll Sigmundsson hentust í það í gærkveldi að laga hliðið á hringgerðinu og festa það upp.... og fá bestu þakkir fyrir 

Hriunggerðið

Enn eiga  55 félagsmenn / konur / ungmenni ógreidd félagsgjöld vegna ársins 2019 en félagsgjöldin voru á eindaga í vor.
Um næstu mánaðamót veður farið í að taka af félagatali þá sem enn eiga ógreidd félaggsgjöld.

Við það lokast hjá þeim er við á, aðgangur að World Feng, aðgangur og lykill að reiðhöll Sleipnis og skráningarkerfi SportFengs
( vegna skráninga í viðburði / námskeið / keppnir ).

Skorað er á viðkomandi að gera skil hið fyrsta en kröfur eru enn í heimabönkum og hægt að ganga frá greiðslum þar.

Stjórnin.

Síðsumarstúr Sleipnis 2019 var farinn í gær og tókst með miklum ágætum. Lagt var af stað frá Selfossi / Kríukránni kl. 14 og riðið í Félagslund þar sem Kvennfélagið tók á móti hópnum með kaffiveitingum gegn vægu gjaldi. Alls komu yfir 80 manns ríðandi auk nokkurs fjölda sem á öðrum faratækjum komu. Tókst þessi ferð með miklum ágætum og var á forræði  Ferða og Reiðveganefndar félagsins.

View the embedded image gallery online at:
http://sleipnir.is/#sigProId46b114c22e

Jötunn Vélar í samvinnu við fjölskyldu Haraldar Páls Bjarkasonar og hestamannafélagið Sleipnir hafa tekið höndum saman um að heiðra minningu Haraldar, eða Halla eins og hann var alltaf kallaður, en hann var bráðkvaddur á heimili sínu langt fyrir aldur fram.

Eins og Sleipnisfélögum er vel kunnugt þá var Halla mjög annt um æskulýðsstarf, snyrtilega og fagmannlega reiðmennsku og það gladdi hann mjög að sjá efnilega og duglega krakka á útreiðum og í keppni.

Verkefnið gengur út á að styrkja einn af yngri félagsmönnum Sleipnis til þess að eflast og þróast sem hestamaður. Leitað er eftir þeim aðila sem sýnir mikinn dugnað, eljusemi, framfarir og metnað til þess að verða góður hestamaður.

Fyrri vinningshafar eru Unnur Lilja Gísladóttir2017 og Stefanía Stefánsdóttir 2018.

Forsendur valsins voru þeir þættir sem Haraldi þóttu mikilvægir í hestamennskunni en þeir eru: Ástundun, framkoma, árangur og þátttaka í starfi félagsins  ásamt framförum í reiðmennsku. Allir þessir þættir voru hafðir til hliðsjónar við val á þeim sem hlutu styrkinn.

Valnefndina skipuðu: Fjölskyldumeðlimur Haraldar, einn frá Jötun vélum, einn frá Sleipni og einn úr æskulýðsnefnd Sleipnis. 

Í ár hlaut styrkinn Dagbjört Skúladóttir en hún flutti austur á Stokkseyri 4 ára gömul, gerðist fljótlega Sleipnisfélagi. Það sumar fékk hún undanþágu, sökum aldurs, þá 4 ára á reiðnámskeið hjá Háfeta í Þorlákshöfn og má segja að hún hafi verið í hnakknum síðan. Dagbjört hefur með mikilli elju, ástundun og dugnaði náð langt sem hestamaður og hefur stundað hestamennsku af miklum móð. Dagbjört hefur verið virk í félagsstarfi Sleipnis og var nú í vor að ljúka hestabrautinni í FSu og stefnir á næsta ári að fara á Hólum með hestamennsku sem aðalfag.

Dagbjört Skúladóttir fékk afhentan farandbikar og skjöld til eignar ásamt styrk upp á 250 þúsund krónur frá Jötunn Vélum.  En styrkinn skal nota til þess að afla sér kennslu, þjálfunar og reynslu til þessa að verðar betri hestamaður.

Hér má sjá Dagbjörtu Skúladóttir ásamt Guðmundi Þór fjármálastjóra Jötunn Véla, Huldu Haraldsdóttur dóttur Haraldar og Magnús Ólason formann Sleipnis við hátíðlega afhendingu styrksins.

  afhendinguHaraldur P Bjarkason

More Articles ...

Page 1 of 168

20 Sep, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


September
20Sep Fös 14:00 - 19:00 Frátekin v. Reiðmannahópur 
21Sep Lau 8:00 - 18:00 Frátekin v. Reiðmannahópur 
22Sep Sun 8:00 - 18:00 Frátekin v. Reiðmannahópur 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 128 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1645
Articles View Hits
2961289