Nú í aðdraganda stjórnarfundar félagsins sem haldinn verður þann 25. Janúar nk.vill stjórn félagsins koma á framfæri til félagsmanna:
Í hinar ýmsu nefndir félagsins vantar / má bæta við fólki til sjálfboðastarfa. Þeir sem áhuga hafa á að starfa að félagsmálum í félaginu hafi samband við Magnús með netpósti á netfangið : stjorn@sleipnir.is.

Stjórnin

Kosning er hafin á FEIF þjálfara/reiðkennara ársins 2016. Hægt er að kjósa á vef FEIF eða með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Hægt er að kjósa til 1.febrúar og verður tilkynnt um niðurstöður kosninganna á FEIF ráðstefnunni í Helsinki. Takið þátt og kjósið íslenskan reiðkennara!

Bæta má við að LH biðlaði til formanna/félaga að tilnefna reiðkennara til að hljóta þessa nafnbót. Inn komu tvær tilnefningar og vann stjórn LH úr þeim og niðurstaðan var sú að LH tilnefndi Sigrúnu Sigurðardóttur sem fulltrúa Íslands að þessu sinni í þessa kosningu. Þar er hún í hópi flottra jafningja sinna frá öðrum FEIF löndum.

Hér er tengill á kosninguna: sýnum samstöðu og kjósum okkar konu:

https://poll.fbapp.io/feif-trainer-of-the-year

Eftir síðasta aðalfund Sleipnis var skipuð Merkja og búninganefnd sem  hafði það verkefni að koma með tillögu að hátíðar-félagsbúningi sem og endurhönnun félagsmerkis Sleipnis.  Nefndin hefur nú skilað af sér og hefur stjórn félagsins fjallað um framkomnar tillögur. Við birtum niðurstöður af vinnu nefndarinnar á vefsvæði okkar sem og Facebook síðu félagsins og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér það sem fram er lagt og má nálgast á eftirfarandi tengli:  Félagsbúningur og merki. 

Stjórnin

Kynning á vetrarstarfinu og reiðnámskeiðum æskulýðsnefndar fer fram í Hliðskjálf, félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis, miðvikudaginn 11. janúar kl. 20:00. Nánari upplýsingar um reiðnámskeiðin verða birtar innan skamms á vefsíðu félagsins, en stefnt er að því að þau hefjist í lok janúar.

Allir velkomnir á fund, hlökkum til að sjá ykkur,

Æskulýðsnefnd Sleipnis

Vegna undirbúnings fyrir aðalfund 2017.
Dagskrá kynningarfundar Hestamannafélagsins Sleipnis í Hliðskjálf 30.nóv. 2016 kl. 20.00.

1. Formaður setur fundinn.
2. Tillögur stjórnar (Sleipnisskildir) kynntar
3. Samantekt nefndarfundar / nefndarfjörs 2016 kynnt.
4. Framtíðarsýn Bygginganefndar Sleipnishallar kynnt.
5. Vinnsludrög búninga- og merkjanefndar lögð fram.
6. Fundarslit

Stjórnin

 

More Articles ...

Page 1 of 207

19 Jan, 2017

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Janúar
25Jan Mið 18:00 - 22:00 Reiðnámskeið Fræðslunefnd 
30Jan Mán 18:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 
31Jan Þri 18:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 15 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1269
Web Links
20
Articles View Hits
1508768