Nú styttist í að gólfið í reiðhöllinni verði tilbúið til notkunar.

Síðustu daga er mikið búið að gerast inni í reiðhöllinni okkar. Búið er að steypa stéttina, keyra inn grús og mulning, slétta úr og svo er komin inn nokkur hlöss af skeljasandi.

Stefnt er að því að hafa vinnudaga á milli jóla og nýárs og setja upp "Fótfjöl" allann hringinn um reiðsvæðið. Við hvetjum því alla sem eiga lausan dag til að mæta með hamar og borvél svo hægt sé að klára þetta hratt og vel. Þá verður hægt að taka gólfið í notkun strax eftir áramótin.

Við ætlum að byrja þann 27. desember klukkan 10:00.

Hlökkum til að sjá þig

Jólakveðja

Reiðhallarnefndin.