Hestafjör 2012 verður haldið þann 15. Apríl nk. í reiðhöll Sleipnis. Sýningin verður með svipuðu formi og í fyrra, með skrautreið og skemmtilegheitum.
Þeir sem taka vilja þátt skrái sig með því að senda póst á netfangið rabbih@isholf.is fyrir nk. laugardag. Hugrún Jóhannsdóttir í Austurkoti mun hafa umsjón með þjálfun reiðhópa sem verða amk. 3 (pollar / meira vanir / unglingar).
Fundur verður með skráðum þátttakendum nk. laugardag í félagsheimilinu kl. 17:00 þar sem farið verður yfir hópaskipti, fyrirkomulag og tilhögun hátíðarinnar.
Þátttaka er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Æskulýðsnefnd.