
Föstudaginn 11. oktober verður vígður nýr áningastaður og afhjúpaður steinn með áletruðum skildi til heiðurs systkinunum frá Uppsölum í Flóa á nýju Uppsalaleiðinni en höfðingleg gjöf þeirra elfdi félagslegt starf Hestamannafélagsins Sleipnis. Lagt verður af stað vonand ríðandi (eða akandi) frá reiðhöll Sleipnis kl 5 síðdegis og farið austur nýju reiðleiðina í Uppsalalandi. Þar verður smá athöfn og síðan verður farið í Hliðskjálf þar sem boðið verður upp á kaffi.
{gallery}Uppsalaleid{/gallery}
Fræðslunefnd Sleipnis býður uppá námskeið í formi einktatíma hjá úrvals reiðkennurum í vetur í reiðhöll félagsins. Á miðvikudögum, frá og með 22. janúar, verða Bergur Jónsson og Maiju Varis með reiðkennslu í formi einkatíma, 45 mínútur hver tími. Í þessum tímum er farið yfir þau atriði sem þarf að bæta hjá knapa og hesti svo samspil þeirra verði enn betra. Knapinn þekkir sinn hest, bæði kosti og galla, og það er hann sem ákveður hvaða atriði hann vill vinna með til bæta sig og hestinn sinn því það er eins með menn og hesta að enginn fullkominn.
Read more: Viltu bæta þig sem knapa og hestinn þinn um leið?
Helgina 2. og 3. febrúar verður Ólafur Andri reiðkennari með reiðtíma í reiðhöll Sleipnis. Boðið er uppá 1 tíma á laugardag og 1 tíma á sunnudag. Hver tími er 45 mín og ákveður knapinn hvaða atriði hann vill fara í undir leiðsögn. Þessi atriði geta t.d. snúið að ásetu knapans og ábendingum sem skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að svörun hestsins sem um leið bætir hestinn þegar hann fær betri og réttari ábendingar frá knapa sínum. Þannig geta knapi og hestur bætt samspil sitt og átt enn fleiri gæðastundir saman við útreiðar og fleira.
Námskeiðið kostar kr. 18.000 og fer skráning fram á https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Reiðveganefnd situr ekki auðum höndum frekar en endranær:
Reiðvegagerð á félagssvæði Sleipnis í síðustu viku.
Mulningur borinn í með Votmúlavegi.
Kláraður reiðvegur með malbikinu upp að Oddgeirshólum
Lagður reiðvegur með Skeiðavegi.
Þessir reiðvegir eru einnig ætlaðir göngufólki. Fólk virði þarfir hvers annars, bjóði góðan dag og óski hvert öðru velfarnaðar.
{gallery}Reidvegir_des18{/gallery}