Þann 31.maí síðastliðin var undirritaður samstarfssamningur milli hestamannafélagsins Sleipnis og Landsbanka Íslands á Selfossi. Markmið samningsins er að efla íþrótta og forvarnarstarf Sleipnis.
Með samningi þessum verður Landsbankinn aðal styrktaraðili félagsins. Samningstímabilið er til tveggja ára, 2018 og 2019.
Undir samninginn rituðu, fyrir hönd Sleipnis:
Magnús Ólason formaður og Steindór Guðmundson gjaldkeri.
Fyrir hönd Landsbankans á Selfossi:
Gunnlaugur Sveinsson útibústjóri og Helga Guðmundsdóttir sérfræðingur í einstaklingsviðskiptum.