Sleipnis ungmennið Arnar Bjarki Sigurðarson og Röskur frá Sunnuhvoli hafa verið valdir  sem þátttakendur  á Heimsmeistaramótið í Austrurríki núna í ágúst.  Lokavalið var á Íslandsmótinu sem haldið var á Brávöllum um síðustu helgi.  Á mótinu kepptu nokkur ungmenni sem gestir og þar á meðal var Arnar Bjarki.

Arnar Bjarki hefur verið ötull á keppnisvellinum frá því hann var ungur drengur.    Ávallt hefur einkennt hann prúðmennska í allri hans framkomu bæði innan og utan keppnisvallar.

Við getum verið stolt af Arnari Bjarka sem er góð fyrirmynd annarra ungmenna.

Til hamingju Arnar Bjarki og til hamingju Sleipnismenn.