Knapi ársins er 2023 var Glódís Rún Sigurðardóttir Heimsmeistari í fimmgangi í Ungmennaflokki og með næst bestu einkunn yfir alla keppendur á mótinu í fimmgangi eða 7,67. Hún varð Íslandsmeistari í fimmgangi með einkunnina 7,67 í úrslitum og efst í fimmgangi á Reykjavíkurmeistaramótinu á Sölku frá Efri-Brú.
Íþróttaknapi Sleipnis 2023 var Glódís Rún Sigurðardóttir en hún hampaði heimsmeistaratitli í fimmgangi ungmenna, Íslandsmeistaratitli í fimmgangi ungmenna og var efst í fimmgangi á Reykjavíkurmeistaramót Fáks.
Gæðingaknapi ársins 2023 var Sigursteinn Sumarliðason en hann var með tíundu bestu einkunn í A-Flokki á stöðulista LH 2023 og efstur eftir forkeppni með einkunnina 8,67 á Gæðingamóti Sleipnis á Liðsauka frá Áskoti.
Efsti hestur A-flokks og skjaldarhafi 2023 er Kolbeinn frá Hrafnsholti með einkunnina 8,67 í úrslitum. Eigendur hans eru Jónas Hreggviðsson og Elísabet S Gísladóttir. Knapi á Kolbeini var Jóhann K Ragnarsson.
Efsti hestur B-flokks og skjaldarhafi 2023 er Bjarnfinnur frá Áskoti með einkunnina 8.69 í úrslitum. Eigandi Bjarnfinns er Jakob S Þórarinsson og knapi var Siguður Sigurðarson.
Ræktunarbikar Sleipnis 2023 Hlutu Árni Sigfús Birgisson og Davíð Sigmarsson fyrir Djáknar frá Selfossi sem hlaut 8,02 fyrir byggingu, heilar 8,94 fyrir hæfileika sem gerði 8,62 í aðaleinkunn.
Æskulýðsbikar Sleipnis 2023 hlaut Svandís Aitken Sævarsdóttir sem hefur náð frábærum árangri með merarnar sínar tvær, þær Fjöður frá Hrísakoti og Huld frá Arabæ undanfarin ár. Svandís er Íslandsmeistari unglinga í Tölti T1 og var í úrslitum í fjórgangi á sama móti. Hún er efst á stöðulista unglinga í Tölti, T1, T2 og T3 og fjórða á stöðulista í T4 auk þess að ná mjög góðum árangri í gæðingakeppni. Svandís er vel að útnefningunni komin og hlökkum við til að sjá enn meira frá henni á keppnisbrautinni.
Skeiðgreinar 2023:
Skeið 100 m: Á WR íþróttamóti Sleipnis unnu þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ 100 m skeiðið á 7,53 sekúndum sem jafnframt varð 13 besti tími ársins.
Skeið 150 m: Á skeiðleikum Skagfirðings III í sumar unnu þeir Ívar Örn Guðjónsson og Buska frá Sauðárkróki á tímanum 14,55 sek og enduðu þau með 7 besta tíma ársins!
Skeið 250 m: Á íslandsmóti fullorðinna á sem haldið var á Selfossi náði þau Árni Sigfús á hryssunni Dimmu frá Skíðbakka I að fara 250 metrana á 22,87 sem gaf þeim 13. Besta tíma ársins.
Áhugamannaknapi ársins 2023 voru veitt til Soffíu Sveinsdóttur en þessi verðlaun voru veitt nú í fyrsta sinn. Soffía átti mjög gott ár í áhugamannaflokki var meðal annars í úrslitum í fjórgangi og tölti í áhugamannadeildinni í Spretti, á vormóti Sleipnis og á Suðurlandsmóti Geysis á Skuggaprins frá Hamri.
Félagi ársins 2023 voru tveir að þessu sinni. Þau Magnús Benediktsson og Bryndís Arnardóttir. Bryndís Arnardóttir hefur verið Sleipnisfélagi frá barnsaldri er ómetanlegur sjálfboðaliði fyrir félagið. Auk þess að vera öflug í keppni er hún okkar aðal tæknimaður á öllum mótum félagsins og kemur að undirbúningi móta. Magnús Benediktsson kom að undirbúningi Íslandsmótsins og stýrði þeim undirbúningi af mikilli fagmennsku og erum við í Sleipni heppin að fá hann í félagið til okkar með sína reynslu í mótahaldi.