Síðustu skeiðleikum ársins í mótaröð Skeiðfélagsins og Baldvins og Þorvaldar lauk í gær á Brávöllum á Selfossi. Margir keppendur mættu til leiks og stemmingin var góð. 

Nú eins og undanfarin ár var keppt í stigakeppni sem náði yfir allt keppnistímabilið.
Til mikils var að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gáfu heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.
1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari skeiðleika vann sér einnig inn farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um hinn merka hestamann Einar Öder Magnússon.
Það var því til mikils að vinna á síðustu skeiðleikum ársins og glæsileg verðlaun í boði.
Heildarleikar fóru svo að Konráð Valur Sveinsonn sigraði mótaröðina nokkuð örugglega en skammt var á milli næstu knapa og úrslit réðust í síðustu greininni.
Hér fyrir neðan eru úrslit skeiðleikanna í gærkvöldið auk loka niðurstöðu efstu knapa í heildarstigakeppninni.

Skeiðfélagið vill þakka þeim fjölmörgum sem komu að skeiðleikunum í ár kærlega fyrir.

Read more: Niðurstöður síðustu skeiðleika

Haustfjarnám 2018
þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Read more: Haustfjarnám 2018

Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2018 verða haldnir í samstarfi við hestamannafélagið Geysi, samhliða Suðurlandsmóti sem fram fer á Gaddstaðaflötum dagana 24.-26. ágúst. Skráning er í gegnum Sportfeng þar sem velja þarf Geysir sem aðildarfélag og skrá á Suðurlandsmót. Skráningarfrestur er til annars kvöld miðvikudaginn 22.ágúst. Mikilvægt er að skrá innan þess tíma. Skeiðleikarnir fara fram sunnudaginn 26.ágúst. Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon

Ráslistar

250 metra skeið
1 Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Fatíma frá Mið-Seli
1 Randi Holaker Þórfinnur frá Skáney
1 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum
2 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II
2 Davíð Jónsson Glóra frá Skógskoti
2 Elvar Þormarsson Tígull frá Bjarnastöðum
3 Kjartan Ólafsson Vörður frá Laugabóli
3 Árni Björn Pálsson Dalvar frá Horni I
3 Jóhanna Margrét Snorradóttir Andri frá Lynghaga
4 Hlynur Pálsson Snafs frá Stóra-Hofi
4 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II

Read more: Ráslistar síðustu Skeiðleika 2018

Ágætu félagar, ferðanefndin hefur ákveðið að fara í smá reiðtúr laugardaginn 25.08.2018. Lagt verður af stað frá reiðhöllinni á Selfossi um klukkan 14:00 og riðið upp með Ölfusá/Hvítá. Þar munum við finna okkur stað til að njóta veitinga gegn vægu gjaldi. 

Vonandi verðum við lánsamari með veðrið en í fyrra.

Ferðanefndin.

Síðustu Skeiðleikar ársins
Miðvikudaginn 5.september verða haldnir síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar árið 2018. Skeiðleikarnir munu fara fram á Brávöllum á Selfossi.
Veður spáin er góð og allar aðstæður ættu því að vera frábærar fyrir skeiðkappreiðar!
Skráning er hafinn og fer fram í gegnum sportfeng þar sem velja þarf skeiðfélagið og viðburðinn „skeiðleikar 5“. Skráningu lýkur í kvöld mánudagskvöldið 3.september.
Skráningargjald í hverja keppnisgrein er 3000 krónur.
Senda skal staðfestingu á millifærslu á skeidfelagid@gmail.com
Nú eins og undanfarin ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið.
Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

Read more: Síðustu Skeiðleikar ársins

Vegna kynbótasýninga á Brávöllum dagana 30.júlí til og með 02. ágúst eru kynbótabraut og hringvellir á Brávöllum lokuð fyrir almenna notkun. Einnig er beit hesta í svokölluðum  beitarhólfum á svæðinu bönnuð á sama tímabili. Reiðhöll Sleipnis er jafnframt lokuð fyrir almenna notkun frá kl. 20:00 í kvöld 29.júlí  til loka fimmtudagsins 02.ágúst nk.
Yfirlit fer fram 02. ágúst
 .Reglur um kynbótasýningar hrossa má  nálgast hér:https://www.rml.is/static/files/Hrossaraekt_RML/2018/reglur_um_kynbotasyningar2018.pdf
Sýningarstjóri er Gísli Guðjónsson (Gisli-@hotmail.com ).

Að lokum er bent á að hjálmaskylda er á félagssvæði Sleipnis.

Kynbótanefnd / Stjórn

Dagskrá 30.júlí til og með 1. ágúst ásamt knapalista má nálgast  undir þessum tengli: Miðsumarssýning 2018

Boðið verður uppá einka- eða paratíma hjá Rósu Birnu reiðkennara í september. 4 skipti á mánudögum og miðvikudögum, 17., 19., 24. og 26. september. Kennt verður í reiðhöllinni á Brávöllum. Verð kr. 24.000.
Upplýsingar í síma 8984979 Elísabet

Fræðslunefnd

More Articles ...

Page 3 of 158

13 Dec, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Desember
13Des Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
20Des Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
27Des Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 165 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1538
Articles View Hits
2469342