Rýnifundur sem samþykktur var á aðalfundi Sleipnis í jan. sl. verður  haldinn þann 28.mars nk. í Hliðskjálf og hefst kl. 20.00.   Fundarefni: Viðbygging við reiðhöll Sleipnis.

Stjórnin

Þá er frábærum Gæðingaleikum GDLH og Sleipnis lokið í frábæru veðri á Brávöllum og gekk allt eins og frábært gæðingamót á að ganga, auðvitað með örlitlum tölvuvandræðum en allt fór vel.

En hér koma úrslit dagsins og minnum við á næsta Vetrarmót Sleipnis – Furuflís og Byko þann 6. apríl þar sem unghrossaflokkur bætist við þannig kæru Sleipnisfélagar endilega byrjið að pússa ungviðið því það er kjörið tækifæri að koma með það og monta ykkur á ræktuninni ykkar.

Read more: Úrslit frá 2.vetrar- Gæðingaleikum Sleipnis - Furuflísar og Byko

Benedikt Líndal verður með námskeið fyrir félagsmenn Sleipnis helgina 23. - 24. mars. Kennt verður í pörum og einkatímum. Helgin kostar kr. 25.000 og fer skráning fram á fraedslunefnd2018@gmail.com 

Fjöldi þátttakenda er max 8 og verða 6 manns að skrá sig svo námskeiðið verði haldið.

Unnið er með samskipti manns og hests og mikið í kringum töltið. Einstaklings og team - vinna og eru allir nemendur með allan tímann, svo allir fái sem mest út úr námskeiðinu, þ.e. þegar þeir fylgjast með hinum þátttakendum og hestum þeirra. Fyrirkomulagið:

Read more: Góð reiðmennska - sönn leikgleði með Benedikt Líndal

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku.

Read more: Auglýst eftir umsóknum á Youth-Camp á Íslandi

Fyrir þá sem treysta sér ekki að skrá gegn um Sportfeng eða kunna það ekki almennilega ætlum við að bjóða uppá að skrá fyrir ykkur.
Fólk getur komið í dómskúrin á Brávöllum og fengið hjálp við skráningu á milli 20:00 til 22:00 í kvöld (14.3.2019)
Hvetjum alla Sleipnisfélaga til að koma og taka þátt á þessu skemmtilega móti næstkomandi laugardag.
Kveðja Vetrarmótanefnd Sleipnis.

Sunnudaginn 3. mars 2019 var haldin árleg folaldasýning Hrossaræktarfélags Flóahrepps. Sýningin var haldin í Sleipnishöllinni á Selfossi og dómarar voru Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu og Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson á Kvistum, gáfu þeir folöldunum einkunn fyrir byggingu annarsvegar og hreyfingar hinsvegar. Völdu þeir síðan 5 merfolöld og 6 hestfolöld í úrslit. Voru það síðan Ljónslöpp frá Austurási og Jarl frá Brúnastöðum sem að lokum stóðu upp sem sigurvegarar. List frá Austurási var síðan kosin vinsælasta folaldið af áhorfendum.

Read more: Folaldasýning Hrossaræktarfélags Flóahrepps – Úrslit

Þá er komið að 2. vetrarmóti Sleipnis og verður það eins og áður var sagt í samstarfi með Gæðingadómarafélagi Íslands en keppt verður í B- flokki. Þess má geta að þetta mót fellur undir stigakeppnina á mótunum þannig það er til mikils að vinna

Athuga skal að riðið er eftir þul !!     Mótið hefst klukkan 12:00 

Flokkarnir verða 

Read more: Gæðingaleikar Sleipnis - Furuflís - BYKO - GDL --- 16 MARS!!

More Articles ...

Page 3 of 163

20 Apr, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Apríl
22Apr Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. hestabraut FSU 
22Apr Mán 19:30 - 21:30 Töltskvísur Sleipnis- æfing 
23Apr Þri 17:00 - 22:00 Frátekin v. Æskulýðsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 143 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1599
Articles View Hits
2667699