Þá er komið að 2. vetrarmóti Sleipnis og verður það eins og áður var sagt í samstarfi með Gæðingadómarafélagi Íslands en keppt verður í B- flokki. Þess má geta að þetta mót fellur undir stigakeppnina á mótunum þannig það er til mikils að vinna

Athuga skal að riðið er eftir þul !!     Mótið hefst klukkan 12:00 

Flokkarnir verða 

Read more: Gæðingaleikar Sleipnis - Furuflís - BYKO - GDL --- 16 MARS!!

Benedikt Líndal verður með námskeið fyrir félagsmenn Sleipnis helgina 23. - 24. mars. Kennt verður í pörum og einkatímum. Helgin kostar kr. 25.000 og fer skráning fram á fraedslunefnd2018@gmail.com 

Fjöldi þátttakenda er max 8 og verða 6 manns að skrá sig svo námskeiðið verði haldið.

Unnið er með samskipti manns og hests og mikið í kringum töltið. Einstaklings og team - vinna og eru allir nemendur með allan tímann, svo allir fái sem mest út úr námskeiðinu, þ.e. þegar þeir fylgjast með hinum þátttakendum og hestum þeirra. Fyrirkomulagið:

Read more: Góð reiðmennska - sönn leikgleði með Benedikt Líndal

Þá fer að styttast í annað vetrarmót Sleipnis, Byko og Furuflís, en það verður haldið þann 16. Mars næstkomandi. 

Þetta vetrarmót verður með örlitlum breytingum en við verðum í samstarfi með Gæðingadómarafélagi LH og verður þetta annað vetrarmót sem sagt gæðingakeppni

Hér kemur örlítil kynning á mótinu en mótið sjálft verður meira kynnt þegar nær dregur

Read more: Gæðingadómarafélag LH og Hestamannafélagið Sleipnir

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku.

Read more: Auglýst eftir umsóknum á Youth-Camp á Íslandi

Hin margrómaði þorrareiðtúr Sleipnis verður farin laugardaginn 23. febrúar. Lagt verður af stað frá reiðhöllinni klukkan 14:00. Það verða breytingar á fyrirkomulagi þetta árið. Við ætlum að selja hákarl og brennivín á áfangastað og enda síðan daginn saman í Hliðskjálf í pizzaveislu.
Kveðja ferðanefndin

Sunnudaginn 3. mars 2019 var haldin árleg folaldasýning Hrossaræktarfélags Flóahrepps. Sýningin var haldin í Sleipnishöllinni á Selfossi og dómarar voru Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu og Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson á Kvistum, gáfu þeir folöldunum einkunn fyrir byggingu annarsvegar og hreyfingar hinsvegar. Völdu þeir síðan 5 merfolöld og 6 hestfolöld í úrslit. Voru það síðan Ljónslöpp frá Austurási og Jarl frá Brúnastöðum sem að lokum stóðu upp sem sigurvegarar. List frá Austurási var síðan kosin vinsælasta folaldið af áhorfendum.

Read more: Folaldasýning Hrossaræktarfélags Flóahrepps – Úrslit

Æskulýðsnefnd mun ekki nýta frátekna tíma næstu tvo mánudaga inni í Reiðhöll þannig að hún er laus frá 17-22 mánud. 18. feb. og mánud. 25. feb.

More Articles ...

Page 7 of 167

16 Jul, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


Júlí
18Júl Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
25Júl Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Ágúst
1Ágú Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 490 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1629
Articles View Hits
2817335