Laugardegi á opnu WR móti Sleipnis er nú lokið í köldu og blautu veðri. Keppni fór vel fram og eiga allir sem að mótinu koma hrós skilið fyrir stundvísi og háttvísi. Úrslitadeginum sem fara átti fram á sunnudegi hefur verið frestað fram á mánudag eins og áður hefur komið fram. Meðfylgjandi eru úrslit laugardagsins sem og dagskrá mánudagsins

Read more: Niðurstöður opna WR móts Sleipnis laugardagur 19. maí.

Yfirdómnefnd á opnu WR íþróttamóti Sleipnis í samráði við mótanefnd og þorra knapa hafa ákveðið að færa þá dagskrá sem vera átti á morgun sunnudaginn 20.maí yfir á annan í hvítasunnu mánudaginn 21.maí. Veðurspá er mun hagstæðari þann dag og skemmtilegra fyrir alla mótsgesti að taka þátt í úrslitum þann dag.

Þeir keppendur sem ekki sjá sér fært að mæta hafi samband á gisli-@hotmail.com

Einnig eru þeir knapar sem riðið hafa fleiri en einum hesti til úrslita að hafa samband og tilkynna hvorum hesti þeir ríða til úrslita.

Read more: Úrslitadegi á opnu WR íþróttamóti frestað um einn dag

Fyrstu skeiðleikar sumarsins fóru fram í hressilega hvössu vorveðri á Brávöllum á Selfossi í kvöld. Margir knapar tóku þátt og góðir tímar náðust í öllum greinum. Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon

250 metra skeið                                                                                           

Sæti            Knapi                                      Hross                                         Tími

1                 Konráð Valur Sveinsson            Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II        22,38

2                 Guðmundur Björgvinsson          Glúmur frá Þóroddsstöðum         23,79

3                 Ásgeir Símonarson                   Bína frá Vatnsholti                       24,04

4                 Hekla Katharína Kristinsdóttir     Lukka frá Árbæjarhjáleigu II          24,08

5                 Erik Spee                                 Líf frá Framnesi                           24,54

6                 Sigvaldi Lárus Guðmundsson    Bylting frá Árbæjarhjáleigu II        24,91

7                 Ingibergur Árnason                   Flótti frá Meiri-Tungu 1                 25,66

8-12             Ásmundur Ernir Snorrason        Fáfnir frá Efri-Rauðalæk              0,00

8-12             Herdís Rútsdóttir                      Flipi frá Haukholtum                    0,00

8-12             Bjarni Bjarnason                       Randver frá Þóroddsstöðum        0,00

8-12             Sæmundur Sæmundsson         Seyður frá Gýgjarhóli                   0,00

8-12             Lárus Jóhann Guðmundsson     Tinna frá Árbæ                            0,00

Read more: Niðurstöður Skeiðleika Baldvins & Þorvaldar og skeiðfélagsins 

Fyrsta keppnisdegi hringvallagreina á opnu WR móti Sleipnis er lokið. Glæsilegir knapar og hestar mættu til keppni og dagurinn var skemmtilegur. Eftirfarandi er úrslit dagsins og dagskrá morgundagsins.

Laugardagur 19.maí

09:00 Fjórgangur V2 1.flokkur (80 mín)
10:20 Fjórgangur V2 Barnaflokkur (15mín)
10:40 Fjórgangur V2 Unglingaflokkur (40 mín)
11:20 Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur (45 mín)
12:00-12:50 Hádegishlé
13:00 Fjórgangur V2 2.flokkur (25 mín)
13:25 Tölt T2 Meistaraflokkur (40 mín)
14:00 
Tölt T4 1.flokkur (20 mín)
14:20 Tölt T3 Barnaflokkur (20 mín)
14:40 Tölt T3 1.flokkur (45 mín)
15:10Tölt T3 Ungmennaflokkur (30 mín)
15:40 – 16:00
16:00Tölt T3 Unglingaflokkur (15 mín)
16:15 Tölt T7 Barnaflokkur (10 mín)
16:25Tölt T7 2.flokkur (20 mín)
16:50 Tölt T1 Meistaraflokkur (120 mín)
kvöldmatarhlé
19:00 
B-úrslit fimmgangur 1.flokkur
19:30 B-úrslit fimmgangur Meistaraflokkur
20:00 B-úrslit Fjórgangur 1.flokkur
20:20 B-úrslit Fjórgangur Meistaraflokkur
20:40 B-úrslit Tölt 1.flokkur
21:00 B-úrslit Tölt Meistaraflokkur

Read more: Dagskrá laugardagsins 19. maí og niðurstöður föstudagsins 18.maí á opnu WR móti Sleipnis

Framundan eru veisludagar á Brávöllum á Selfossi fyrir alla unnendur íslenska hestsins. Opið world ranking íþróttamót Sleipnis og Skeiðleikar verða haldin daganna 17.- 20.maí. Hér birtist dagskrá og Ráslistar. 


Mótið byrjar á fimmtudagskvöldi á Skeiðleikum Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins. Þetta verða jafnframt fyrstu skeiðleikar ársins og nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon

Sleipni og Skeiðfélaginu hlakkar til að eyða með ykkur skemmtilegum dögum um hvítasunnuhelgi, veðurspáin skánar með hverjum klukkutímanum og það er alltaf heitt á könnunni í vallarsjoppunni á Brávöllum. Það er sérstök ábending að keppnisvöllurinn verður lokaður frá klukkan 22:00 fimmtudaginn 17.maí til klukkan 10:00 föstudaginn 18.maí. Við biðjum fólk um að sýna þessu skilning og æfa ekki á vellinum á þessum tíma.

Allar afskráningar berist á gisli-@hotmail.com

Read more: Ráslistar-Dagskrá-WR íþróttamót Sleipnis og Skeiðleikar

Sumarferð Sleipnis á Löngufjörur.  Þeir sem skráð hafa sig í áðurnefnda ferð þurfa að gagna frá uppgjöri ferðar eigi síðar en í lok dag 24.maí nk. Sú dagsetning er einnig lokunardagsetning á skráningu / uppgjöri í téða ferð.  Óuppgerðum plássum verður ráðstafað  á biðlista frá og með 25.maí.
Ferðanefnd.

Óvissuferð Æskuýðsnefndar var farin þann 10.maí sl. Farið var í Hella í Landsveit þar sem lengsti manngerðir hellirinn var skoðaður,  þaðan á Efri-Rauðalæk þar sem Guðmundur Björgvinsson tók á móti okkur og spjallaði við krakkana um hestamennsku (mynd af honum með hopnum).  Við grilluðum á Gaddstaðaflötum og fengum að notast við reiðhöllina þar.  Fórum næst á Skeiðvelli þar sem Katrín og Lísbet tóku á móti okkur,  Lísbet sýndi okkur listir með hestinum sínum.  Fórum næst í Lava Centre á Hvolsvelli og síðan í sund á Hellu og enduðum á að fá hamborgara frá Hamborgara búllunni á Selfossi. 

Kv. Æskulýðsnefndin

View the embedded image gallery online at:
http://sleipnir.is/index.php?start=48#sigProIdc743b05fa3

Eftirfarandi er dagskrá helgarinnar á opnu WR íþróttamóti Sleipnis og uppfærðir ráslistar.
Útvarpstíðnin á Brávöllum er 106,1

Allar afskráningar berist á gisli-@hotmail.com

Föstudagur 18.maí
09:00-09:45 Viðtalstími yfirdómara sími; 849-4505

10:00    Fimmgangur F1 Meistaraflokkur ( 120 mín)
12:00-13:00 Hádegishlé
13:00    Fimmgangur F2 1.flokkur ( 75 mín)
14:20    Fimmgangur F2 Ungmennaflokkur (30 mín)
15:10    Fimmgangur F2 Unglingaflokkur (30 mín)
15:40    Fimmgangur F2 2.flokkur (25 mín)
Kaffihlé
16:30    Fjórgangur Meistaraflokkur (145 mín)
19:00-19:30 Kvöldmatarhlé
19:30 Gæðingaskeið 1.flokkur
Gæðingaskeið Ungmennaflokkur
Gæðingaskeið Meistaraflokkur

Read more: Uppfærðir ráslistar WR íþróttamóts Sleipnis og dagskrá helgarinnar

More Articles ...

Page 7 of 158

15 Dec, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Desember
20Des Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
27Des Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Janúar
3Jan Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 72 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1539
Articles View Hits
2472033