Fræðslunefnd Sleipnis hefur fengið Þórdísi Erlu Gunnarsdóttur margreyndan reiðkennara og keppnisknapa til að vera reiðnámskeið í Sleipnishöllinni. Námskeiðið er formi einka- eða paratíma og einungis 7 pláss í boði, 3 einkatímar og 2 paratímar (4 pláss).
Námskeiðið hefst næstkomandi fimmtudag, 7. febrúar og er 3 skipti, 21. febrúar og 3. apríl.
Kostnaður er kr. 23.000 fyrir einkatíma og kr. 18.000 fyrir paratíma.
Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er hægt að hafa samband við Betu í 898-4979.
Kær kveðja
Fræðslunefnd

Þau námskeið sem auglýst hafa verið á vegum Fræðslunefndar Sleipnis verða felld niður því ekki er næg þátttaka. Þetta á við um námskeiðin hjá Bergi Jónssyni og Maiju Varis á miðvikudögum og Ólafi Andra Guðmundssyni sem var auglýst helgina 2. - 3. febrúar.
Þeir aðilar sem hafa nú þegar greitt fyrir námskeið eru beðnir að snúa sér til meðlima Fræðslunefndar eða senda tölvupóst á fraedslunefnd2018@gmail.com svo hægt sé að endurgreiða þeim.

Fræðslunefndin óskar eftir hugmyndum frá félagsmönnum um hvernig námskeið eða uppákomur þeir óska eftir sem og hvaða reiðkennara þeir kjósa að sækja kennslu hjá.

Kær kveðja,
Fræðslunefnd Sleipnis.

Eftirfarandi reiðnámskeið verða í boði fyrir börn og unglinga veturinn 2019 :

A. Almennt reiðnámskeið, 8 skipti: Létt fræðsla í bland við leiki og fjör fyrir hressa krakka. Kennari: Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir. Þessir tímar verða í Reiðhöllinni á þriðjudögum. Kennt verður í 6-8 manna hópum. Fyrsti tíminn verður 29. janúar. Verð kr. 12.000,-

B. Keppnisnámskeið, 7 skipti. Áhersla á að leiðbeina þátttakendum sem langar að keppa á mótum í vetur. Kennari: Ragnhildur Haraldsdóttir. Þessir tímar verða ýmist á mánudögum  (inni í Reiðhöll) eða úti á velli (laugard./sunnud). Kennt verður í Reiðhöllinni og úti á hringvelli, 2-3 saman í hóp. Verð kr. 21.000,-

Read more: Námskeið Æskulýðsnefndar 2019

Adalfundur2019

Nú í aðdraganda stjórnarfundar félagsins sem haldinn verður þann 23. Janúar nk.vill stjórn félagsins koma á framfæri til félagsmanna:
Í hinar ýmsu nefndir félagsins vantar / má bæta við fólki til sjálfboðastarfa. Þeir sem áhuga hafa á að starfa að félagsmálum í félaginu hafi samband við Magnús með netpósti á netfangið : stjorn@sleipnir.is.

Stjórnin

Eftirfarandi reiðnámskeið verða í boði fyrir börn og unglinga veturinn 2019 :

A. Almennt reiðnámskeið, 8 skipti: Létt fræðsla í bland við leiki og fjör fyrir hressa krakka. Kennari: Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir. Þessir tímar verða í Reiðhöllinni á þriðjudögum. Kennt verður í 6-8 manna hópum. Fyrsti tíminn verður 29. janúar. Verð kr. 12.000,-

B. Keppnisnámskeið, 7 skipti. Áhersla á að leiðbeina þátttakendum sem langar að keppa á mótum í vetur. Kennari: Ragnhildur Haraldsdóttir. Þessir tímar verða ýmist á þriðjudögum (inni í Reiðhöll) eða úti á velli (laugard./sunnud). Kennt verður í Reiðhöllinni og úti á hringvelli, 2-3 saman í hóp. Verð kr. 21.000,-

Read more: Námskeið Æskulýðsnefndar 2019

Helgina 2. og 3. febrúar verður Ólafur Andri reiðkennari með reiðtíma í reiðhöll Sleipnis. Boðið er uppá 1 tíma á laugardag og 1 tíma á sunnudag. Hver tími er 45 mín og ákveður knapinn hvaða atriði hann vill fara í undir leiðsögn. Þessi atriði geta t.d. snúið að ásetu knapans og ábendingum sem skipta gríðarlega miklu máli þegar kemur að svörun hestsins sem um leið bætir hestinn þegar hann fær betri og réttari ábendingar frá knapa sínum. Þannig geta knapi og hestur bætt samspil sitt og átt enn fleiri gæðastundir saman við útreiðar og fleira.

Námskeiðið kostar kr. 18.000 og fer skráning fram á https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd Sleipnis tilkynnir hér lækkun á námskeiðum sem haldin eru á vegum félagsins. Af þeim sökum hafa þau námskeið sem nú eru auglýst lækkað sem hér segir:

Helgarnámskeið með Ólafi Andra Guðmundssyni, kr. 18000.-

Einkatímar hjá Bergi Jónssyni, annan hvern miðvikudag. Hefst 23. janúar. Kr. 33000.-
Einkatímar hjá Maiju Varis, annan hvern miðvikudag. Hefst 30. janúar. Kr. 33000.-

Skráning fer fram inná skraning.sportfengur.com

Hvetjum félagssmenn til að skrá sig og taka þátt í því starfi sem í boði er.
Bestu kveðjur,
Fræðslunefnd Sleipnis

Fræðslunefnd Sleipnis býður uppá námskeið í formi einkatíma hjá úrvals reiðkennurum í vetur í reiðhöll félagsins. Á miðvikudögum, frá og með 22. janúar, verða Bergur Jónsson og Maiju Varis með reiðkennslu í formi einkatíma, 45 mínútur hver tími. Í þessum tímum er farið yfir þau atriði sem þarf að bæta hjá knapa og hesti svo samspil þeirra verði enn betra. Knapinn þekkir sinn hest, bæði kosti og galla, og það er hann sem ákveður hvaða atriði hann vill vinna með til bæta sig og hestinn sinn því það er eins með menn og hesta að enginn fullkominn. Bergur og Maiju eru bæði mjög reyndir reiðkennarar og með mikla reynslu á sínu sviði. Það er því tilvalið að fara á námskeið hjá þeim og fá leiðsögn að settu marki, hvort sem er í keppni eða almennum útreiðum. 

Námskeiðin standa yfir í 10 vikur þar sem kennt er annan hvern miðvikudag og því gefst tækifæri að fara yfir það sem lagt er upp með í hverjum tíma.
Bergur verður með tíma 23. jan, 6. feb, 20. feb, 6. mars og 20. mars
Maiju verður með tíma 30. jan, 13. feb, 27. feb, 13. mars og 27. mars

Námskeiðið kostar kr. 33.000 og er hægt að gefa út kvittun fyrir viðkomandi stéttafélag sé þess óskað.
Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

More Articles ...

Page 8 of 167

18 Jun, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


Júní
20Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
27Jún Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Júlí
4Júl Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 207 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1626
Articles View Hits
2756276