Þá fer að styttast í annað vetrarmót Sleipnis, Byko og Furuflís, en það verður haldið þann 16. Mars næstkomandi. 

Þetta vetrarmót verður með örlitlum breytingum en við verðum í samstarfi með Gæðingadómarafélagi LH og verður þetta annað vetrarmót sem sagt gæðingakeppni

Hér kemur örlítil kynning á mótinu en mótið sjálft verður meira kynnt þegar nær dregur

Read more: Gæðingadómarafélag LH og Hestamannafélagið Sleipnir

Hin margrómaði þorrareiðtúr Sleipnis verður farin laugardaginn 23. febrúar. Lagt verður af stað frá reiðhöllinni klukkan 14:00. Það verða breytingar á fyrirkomulagi þetta árið. Við ætlum að selja hákarl og brennivín á áfangastað og enda síðan daginn saman í Hliðskjálf í pizzaveislu.
Kveðja ferðanefndin

Æska Suðurlands 2019

Samvinnuverkefni hestamannafélaga á suðurlandi, Smári, Logi, Trausti, Sleipnir, Ljúfur, Háfeti, Geysir og Sindri mun fara á stað í vetur. Verkefnið er keppnismótaröð fyrir æskuna í þessum hestamannafélögum sem telur 3 sunnudaga og 6 keppnisgreinar. Keppni hefst kl 11:00. 

Keppt verður í eftirfarandi:

Barnaflokki – þrígangur, fjórgangur V2, tölt T7, smali, hindrunarstökk og fimi A
Unglingaflokki – fjórgangur V2, fimmgangur F2, tölt T3, smali, hindrunarstökk og fimi A
Ungmennaflokki – fjórgangur V1, fimmgangur F1, tölt T1, smali, hindrunarstökk og fimi A2
Allar keppnir verða svo auglýstar betur þegar nær dregur.

Keppt verður á eftir farandi stöðum:

Read more: Æska Suðurlands 2019

Æskulýðsnefnd mun ekki nýta frátekna tíma næstu tvo mánudaga inni í Reiðhöll þannig að hún er laus frá 17-22 mánud. 18. feb. og mánud. 25. feb.

Fræðslunefnd Sleipnis hefur fengið Þórdísi Erlu Gunnarsdóttur margreyndan reiðkennara og keppnisknapa til að vera reiðnámskeið í Sleipnishöllinni. Námskeiðið er formi einka- eða paratíma og einungis 7 pláss í boði, 3 einkatímar og 2 paratímar (4 pláss).
Námskeiðið hefst næstkomandi fimmtudag, 7. febrúar og er 3 skipti, 21. febrúar og 3. apríl.
Kostnaður er kr. 23.000 fyrir einkatíma og kr. 18.000 fyrir paratíma.
Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er hægt að hafa samband við Betu í 898-4979.
Kær kveðja
Fræðslunefnd

Þá er fyrsta vetrarmóti Sleipnis lokið og þökkum við keppendum og áhorfendum kærlega fyrir snarpt og gott mót.

Næsta mót verður haldið 16. Mars næstkomandi og verður það mót með örlítið beyttu móti þar sem við verðum í samstarfi með Gæðingadómarafélagi Íslands. Það mót verður auglýst síðar og koma allar þær upplýsingar sem þurfa þar.

Úrslit fóru þannig

# Pollaflokkur
Leifur Máni Atlason - Þór frá Selfossi
Kormákur Tumi Arnarsson - Litli Jarpur
Katla Björk Arnarsdóttir - Tígull frá Ósabakka

# Barnaflokkur

1. Hilmar Bjarni Ásgeirsson - Greifi frá Hóli -- 12 stig
2. María Björk - Hnota frá Valstrýtu -- 10 stig
3. Viktor Óli Helgason - Emma frá Árbæ -- 8 stig
4. Sigríður Pála Daðadóttir - Djákni frá Stokkseyrir -- 7 stig
5. Eiríkur Freyr - Eydís frá Skúfslæk -- 6 stig
6. Svandís Svarvarsdóttir - Hektor frá Miðengi -- 4 stig
7. Hrafnhildur Svava - Eldar frá Vestra-Stokkseyraseli -- 2 stig

Read more: Úrslit frá 1. Vetrarmóti Sleipnis, Byko og Fururflís

Þau námskeið sem auglýst hafa verið á vegum Fræðslunefndar Sleipnis verða felld niður því ekki er næg þátttaka. Þetta á við um námskeiðin hjá Bergi Jónssyni og Maiju Varis á miðvikudögum og Ólafi Andra Guðmundssyni sem var auglýst helgina 2. - 3. febrúar.
Þeir aðilar sem hafa nú þegar greitt fyrir námskeið eru beðnir að snúa sér til meðlima Fræðslunefndar eða senda tölvupóst á fraedslunefnd2018@gmail.com svo hægt sé að endurgreiða þeim.

Fræðslunefndin óskar eftir hugmyndum frá félagsmönnum um hvernig námskeið eða uppákomur þeir óska eftir sem og hvaða reiðkennara þeir kjósa að sækja kennslu hjá.

Kær kveðja,
Fræðslunefnd Sleipnis.

1. Vetrarmót Sleipnis og Furu-Flísar verður haldið á Brávöllum laugardaginn 16.febrúar.

Þá er komið að fyrsta Vetrarmóti Sleipnis 2019 og verður engu sparað til þetta árið en við höfum fengið með okkur frábæran stuðningi Furu-Flísar og  BYKO sem gefur verðlaunin.

Þökkum FURUFLÍS og BYKO stuðninginn.

Keppt verður í Pollaflokki, Barnaflokki, Unglingaflokki, Ungmennaflokki, Áhugamanna flokki 1 & 2 , 55+ Heldri menn og konur og að sjálfsögðu Opinn flokkur.

Read more: 1. Vetrarmót Sleipnis og Furu-Flísar verður haldinn 16 febrúar

More Articles ...

Page 8 of 167

18 Aug, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Á döfinni í reiðhöll


Ágúst
19Ágú Mán 7:00 - 23:59 Frátekin v. Kynbótasýninga 
22Ágú Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
29Ágú Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 146 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1632
Articles View Hits
2872535