Veturinn 2018 var stofnaður hópur kvenna hjá hestamannafélaginu Sleipni sem kom saman einu sinni í viku undir stjórn reiðkennarans Rósu Birnu Þorvaldsdóttur og fékk nafnið Töltskvísur Sleipnis. Hópurinn var stofnaður til efla þátttöku kvenna í hestamennsku, styrkja þær sem knapa og bæta hestana þeirra. Fyrirmynd þessarar tegundar reiðkennslu er sótt í Töltgrúbbu Ragnheiðar Samúelsdóttur. Reiðkennslan fer þannig fram að allar konurnar eru samtímis á baki og ríða ákveðnar reiðleiðir í reiðhöllinni. Þannig læra konurnar ýmis hugtök sem notuð eru við þjálfun hrossa í reiðhöllum og um leið þurfa þær að hafa stjórn á hestum sínum, passa millibil og tímasetningar. Slíkar æfingar virka auðveldar, en eins og máltækið segir þá er auðveldara um að tala en í að komast.

Read more: Töltskvísur veturinn 2019.

FEIF og LH auglýsa eftir þátttakendum á þriðja leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið veður haldið 9-11. nóvember í TM-reiðhöllinni í Reykjavík og húsakynnum Eldhesta við Hveragerði.

FEIF vill hvetja ungt fólk áfram því þau eru leiðtogar framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi hefur æskulýðsnefnd FEIF sett saman röð námskeiða þar sem kenndar eru leiðir til að efla leiðtogahæfni i samskiptum við bæði hesta og menn.

Read more: Leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk

Ráslistar

250 metra skeið
1 Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Fatíma frá Mið-Seli
1 Randi Holaker Þórfinnur frá Skáney
1 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum
2 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II
2 Davíð Jónsson Glóra frá Skógskoti
2 Elvar Þormarsson Tígull frá Bjarnastöðum
3 Kjartan Ólafsson Vörður frá Laugabóli
3 Árni Björn Pálsson Dalvar frá Horni I
3 Jóhanna Margrét Snorradóttir Andri frá Lynghaga
4 Hlynur Pálsson Snafs frá Stóra-Hofi
4 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II

Read more: Ráslistar síðustu Skeiðleika 2018

Í október og nóvember ætlar fræðslunefnd Sleipnis að bjóða uppá Knapamerki 1. Bóklegi þátturinn verður kenndur í októrber, 3 skipti í eina og hálfa klukkutstund í senn og svo verður bóklegt próf. Í nóvember verður svo verkleg kennsla og verður hún kennd á 3 vikum og að lokum er verklegt próf.
Í Knapamerki 1 lærir knapi eftirfarandi atriði:
• Að undirbúa hest rétt fyrir reið
• Geta teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
• Geta farið á og af baki beggja megin
• Kunna rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
• Geta setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
• Geta framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
• Geta skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi áseta)
• Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Read more: Námskeið í Knapamerkjum

Síðustu Skeiðleikar ársins
Miðvikudaginn 5.september verða haldnir síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar árið 2018. Skeiðleikarnir munu fara fram á Brávöllum á Selfossi.
Veður spáin er góð og allar aðstæður ættu því að vera frábærar fyrir skeiðkappreiðar!
Skráning er hafinn og fer fram í gegnum sportfeng þar sem velja þarf skeiðfélagið og viðburðinn „skeiðleikar 5“. Skráningu lýkur í kvöld mánudagskvöldið 3.september.
Skráningargjald í hverja keppnisgrein er 3000 krónur.
Senda skal staðfestingu á millifærslu á skeidfelagid@gmail.com
Nú eins og undanfarin ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið.
Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

Read more: Síðustu Skeiðleikar ársins

Síðustu skeiðleikum ársins í mótaröð Skeiðfélagsins og Baldvins og Þorvaldar lauk í gær á Brávöllum á Selfossi. Margir keppendur mættu til leiks og stemmingin var góð. 

Nú eins og undanfarin ár var keppt í stigakeppni sem náði yfir allt keppnistímabilið.
Til mikils var að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gáfu heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.
1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari skeiðleika vann sér einnig inn farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um hinn merka hestamann Einar Öder Magnússon.
Það var því til mikils að vinna á síðustu skeiðleikum ársins og glæsileg verðlaun í boði.
Heildarleikar fóru svo að Konráð Valur Sveinsonn sigraði mótaröðina nokkuð örugglega en skammt var á milli næstu knapa og úrslit réðust í síðustu greininni.
Hér fyrir neðan eru úrslit skeiðleikanna í gærkvöldið auk loka niðurstöðu efstu knapa í heildarstigakeppninni.

Skeiðfélagið vill þakka þeim fjölmörgum sem komu að skeiðleikunum í ár kærlega fyrir.

Read more: Niðurstöður síðustu skeiðleika

Boðið verður uppá einka- eða paratíma hjá Rósu Birnu reiðkennara í september. 4 skipti á mánudögum og miðvikudögum, 17., 19., 24. og 26. september. Kennt verður í reiðhöllinni á Brávöllum. Verð kr. 24.000.
Upplýsingar í síma 8984979 Elísabet

Fræðslunefnd

Haustfjarnám 2018
þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ

Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Read more: Haustfjarnám 2018

More Articles ...

Page 8 of 163

20 Apr, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Apríl
22Apr Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. hestabraut FSU 
22Apr Mán 19:30 - 21:30 Töltskvísur Sleipnis- æfing 
23Apr Þri 17:00 - 22:00 Frátekin v. Æskulýðsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 110 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1599
Articles View Hits
2667675