Kjarkur og þor
Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið fyrir hestaáhugafólk sem er styttra á veg komið og/eða hefur einhverra hluta vegna misst kjarkinn og langar að styrkja sig í reiðmennsku. Markmið námskeiðsins er að knapinn fái aukinn styrk, kjark og þor í samskiptum sínum við hestinn og umhverfið.
Tímarnir verða í reiðhöllinni á Brávöllum og eru reiðtímar tvo miðvikudaga í janúar, 17. og 24. janúar 2018.
Fyrirkomulagið verður á þann veg að kennt verður í litlum hópum, 2-3 saman í hóp, því oft er betra að vera með öðrum og fá þannig stuðning bæði fyrir hest og knapa. Kennslan verður miðuð út frá forsendum og óskum hvers og eins.
10 pláss eru boði og fer skráning fram í gegnum Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Verð kr. 10.000

Fræðslunefnd