Hreinsunardagur Hesthúsahverfisins á Selfossi verður laugardaginn 3 maí kl.12
Gott væri að fólk kæmi að plani við félagsheimilið og fengi ruslapoka til að safna rusli eins til að skipuleggja hver taki hvaða svæði.
Kerrur verða á staðnum til að safna rusli, þurfum samt að aðgæta að flokka það á kerrurnar.
Rúlluplast verður hver fyrir sig að sjá um að farga. Eins þeir sem eiga stærra drasl svo sem ónýtar heyrúllur og þess háttar fargi því fyrir tiltektardag.

Með von um að sjá sem flesta
Kv. Stjórnin.