Stjórn Sleipnis hefur ákveðið að taka tilboði frá Landssambandi hestamannafélaga um kaup á streymis-aðgangi að myndefni af sýningum frá Landsmótum í eitt ár til prufu.

Myndefnið verður aðgengilegt á World-Feng ( www.worldfengur.com ) fyrir alla félagsmenn  Sleipnis, 18 ára og eldri.
Félagsmenn með virkan aðgang að World-Feng fá aðganginn sjálfkrafa en þeir sem ekki eru með virkan aðgang geta sótt um hann hjá félaginu á heimasíðu Sleipnis.
Tilboð þetta var sent á öll félög landsambandsins og hafa fjögur önnur félög ákveðið að kaupa aðganginn fyrir sína félagsmenn.

Stjórn Sleipnis hefur ákveðið að framangreindur aðgangur að myndefni sé innifalinn í félagsgjaldi þessa árs. Þarna er margt skemmtilegt að skoða frá liðnum landsmótum og er það von stjórnar að félagsmenn nýti sér þetta til ánægju og fróðleiks.

 Með félagskveðju, stjórn Sleipnis