Æskulýðsmál
Æskulýðsnefnd Sleipnis stóð fyrir spilakvöldi sunnudagskvöldið 18. mars sl. kl. 18:00 í félagsheimilinu.
Spiluð var félagsvist á sex borðum, bæði börn og foreldrar. Öllum þeim sem á þurftu að halda var veitt aðstoð við spilamennskuna. Eftir tvær umferðir var verulega var farið að falla á suma yngri spilamennina, enda margir hverjir búnir að vera á fótum frá því eldsnemma um morguninn við æfingar fyrir Hestafjörið og það því látið gott heita. Að spilamennsku lokinni bauð æskulýðsnefnd öllum upp á léttar veitingar, pizzur, gos og kaffi.
90. héraðsþing HSK í Brautarholti:
Þrjú gullmerki HSK veitt á héraðsþingi HSK. Héraðsþing HSK var haldið í Brautarholti sl. laugardag og mættu um 100 manns á þingið. Móttökur heimamanna voru frábærar, en þing sambandsins var nú haldið í fyrsta sinn í Brautarholti í rúmlega 100 ára sögu sambandsins.
Read more: Fréttir af héraðsþingi HSK sem haldið var sl. laugardag
- Æskulýðsnefnd- Spilakvöld
- Hestafjör 2012
- Fréttabréf
- Æskulýðsnefnd-reiðnámskeið-hópar
- Fjarnám í þjálfaramenntun
- Ungt fólk og lýðræði í Hveragerði 22-24 sept nk.
- Fundur-Æskulýðsnefnd
- Útskriftarhóf Æskulýðsnefndar 2011
- Óvissuferð Æskulýðsnefndar 2011
- Sameiginlegur fjölskyldureiðtúr Sleipnis, Ljúfs og Háfeta