Æskulýðsmál
Æskulýðsnefnd stóð fyrir óvissuferð á Uppstigningadag. Skráning var góð og fylltum við 30 manna rútu. Dagurinn byrjaði upp úr kl.8 í Hliðskjálf við að hella upp á kaffi, smyrja nesti og ganga frá í lestinni. Við lögðum síðan af stað upp úr kl. 9 og fyrsta stopp var í Hveragerði þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, tók á móti okkur. Við fengum skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur um starfsemina og allir fengu ís að smakka. Síðan var haldið vestur yfir heiðina og rennt í hlaðið hjá Hellisheiðarvirkjun. Þar tók á móti okkur Auður Björg.
Kynbótasýningar eru nú í fullum gangi á Brávöllum og má segja að veðrið leiki við okkur. Þær hófust á mánudaginn og er stíf dagskrá frá morgni til kvölds. Sigurjón Haraldsson er mættur á svæðið upp úr sjö á morgnana til að valta, vökva og sjá um að allt sé klárt þegar byrjað er. Æskulýðsnefnd er með kaffihorn í Reiðhöllinni og sér dómurum og öðrum fyrir heitu kaffi, þar stendur Guðlaug Bára vaktina.
Hér að neðan eru nokkra myndir, teknar nú eftir hádegið.