2. Vetrarmót Sleipnis og Furuflísar verður haldið laugardaginn 27. Febrúar
næstkomandi á Brávöllum.
Mótið hefst sem áður kl 13:00.
Dagskrá
Eins og á fyrsta mótinu verður skráning höfð í gegnum skráningaforritið Sportfeng.
https://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Opnað verður fyrir skráningu 23. febrúar næstkomandi og stendur yfir til kl 20:00 föstudagskvöldið 26.
Upplýsingar um skráningu og skráningargjald.
Kæru félagar, hlífum reiðvegunum nú þegar klaki er að fara úr jörðu. Sést hefur til manna keyra á bíl /um á eftir hrossum á reiðveginum með Gaulverjabæjarvegi, einnig sást til einhvers sem var að reka 4 hross á bíl frá Gaulverjabæjarvegi og út á hið himneska torg, ég nefni enginn nöfn hér að sinni. Við getum rekið hross ríðandi en alls ekki á bíl enda er bannað að keyra á reiðvegunum. Reiðvegir eru nú mjúkir og blautir og bílaumferð um þá gerir ekkert annað en að valda stórskemmdum. Félagsmenn eru beðir að halda vöku sinnu um að reiðvegir okkar séu ekki stórskemmdir með akstri vélknúinna ökutækja.
Formaður reiðveganefndar
We have 83 guests and no members online