Undirritun á kaupsamningi milli Hestamannafélagsins Sleipnis og Límtré Vírnets vegna framleiðslu og efniskaupa viðbyggingar Sleipnishallarinnar ehf. fór fram þann 07.janúar sl. Að henni komu fyrir hönd Sleipnis, Magnús Ólason formaður, Karl Hreggviðsson, Ragna Gunnarsdóttir og Jón Gunnarsson - bygginganefnd reiðhallar, Ingvar Jónsson - umsjónamaður húseigna. Fyrir hönd Límtré Vírnets, Helgi Kjartansson.
Stjórn félagsins óskar eftir liðsinni sjálfboðaliða félagsins á komandi helgum við væntanlegar byggingaframkvæmdir. Byggingar- og verkstjóri verður Jón Gunnarsson Nánar auglýst á heimasíðu félagsins og Facebook eftir því sem framkvæmdum miðar áfram.
Kveðja Stjórn Sleipnis
Aðalfundur Sleipnis fimmtudaginn 23.jan. – ný dagsetning
Ákveðið hefur verið að færa aðalfund Sleipnis um einn dag vegna landsleiks Íslands og Svíþjóðar sem er á fundartíma sem áður var auglýstur og hefði haft áhrif á fundarsókn .
Aðalfundur verður því fimmtudaginn 23. janúar kl. 20.00 í Hliðskjálf.
Stjórnin
Enn eiga 55 félagsmenn / konur / ungmenni ógreidd félagsgjöld vegna ársins 2019 en félagsgjöldin voru á eindaga í vor.
Um næstu mánaðamót veður farið í að taka af félagatali þá sem enn eiga ógreidd félaggsgjöld.
Við það lokast hjá þeim er við á, aðgangur að World Feng, aðgangur og lykill að reiðhöll Sleipnis og skráningarkerfi SportFengs
( vegna skráninga í viðburði / námskeið / keppnir ).
Skorað er á viðkomandi að gera skil hið fyrsta en kröfur eru enn í heimabönkum og hægt að ganga frá greiðslum þar.
Stjórnin.
Við Sleipnisfélagar erum stolt af okkar keppnisfólki, 5 af þeim unnu til 7 Íslandsmeistaratitla á nýliðnu Íslandsmóti í Víðidal.
Þau voru félaginu til sóma á mótinu.
Þau eru:
Í samanlögðum greinum urðu :
Við í stjórn Stjórn Sleipnis óskum þeim til hamingju með titla sína og óskum þeim alls hins besta.
Stjórnin.
Við höfum hug á að fá gamlar myndir af skjaldarhöfum Sleipnis frá árum áður ásamt ítarlegri upplýsingum um hvaðan hestarnir voru kenndir þar sem á vantar á listanum.
Við teljum okkur vita hverjir hestarnir eru samanber lista á vefsíðu og erum búinn að bæta inn upplýsingum frá því sem áður var getið á heimasíðu Sleipnis en það mætti enn bæta inn upplýsingum.
Ef eigendur eða aðrir velunnarar gætu sent myndir af þeim í verðlaunaafhendingu með skjöldinn (eða ekki) þá myndi okkar kæri vefsíðustjóri setja þær sem hlekk við nöfn hestana undir saga Sleipnis /merkisgripir / Sleipnisskjöldur. Þar er listi yfir skjaldarhafa frá upphafi. Komnar eru inn myndir fyrir fjóra Sleipnisskjaldhafa á listanum og einnig hefur listi Klárhestaskjalhafa verið uppfærður. Þetta er töluverð handavinna og verður uppfært eftir því tími er til sem og myndir finnast / berast.
Hér að neðan eru tenglar á þær síður sem breytingum hafa tekið:
Sleipnisskjaldhafar
Klárhestaskjöldur
Myndir og efni sendist á netfangið: stjorn@sleipnir.is
Einnig er hafin vinna við að skanna inn úr gömlum fundagerðabókum og setja inn á heimasíðuna eldri fundagerðir og má finna þær undir slóðinni: Saga Sleipnis/Skjöl/Fundagerðir stjórnar/Gamlar_fundagerdir.
Þetta er merkileg saga sem við eigum og ættum að gera okkar besta í að varðveita.
Kv. Stjórnin