Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur staðið yfir síðustu ár og er þetta annað árið í röð sem mótinu er frestað. Mótið átti upphaflega að fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 í samstarfi við Héraðssambandið Skarphéðin og Sveitarfélagið Árborg.

https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/unglingalandsmoti-umfi-frestad/

Á morgun hefjast 1.Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og í framhalinu fram á sunnudag WR íþróttamót Sleipnis. Vinna hefst við keppnisbraut og velli á Brávöllum í kvöld.
Keppnisvöllur og aðrar brautir á Brávöllum verða því lokaðar fyrir allri almennri notkun frá kl. 20 í kvöld, 25.maí, til lok móts sunnudaginn 30.maí milli þess er mót er í gangi.
Félagsmenn sem aðrir eru beðnir um að virða ofangreint.
Vallastjóri / Stjórn

Kæru félagsmenn,

þann 24. mars var haldinn aðalfundur Sleipnis fyrir árið 2020 á hótel Selfossi.

Þó ekki hafi verið mikil félagsleg virkni í fyrra var mikið að gerast hjá okkur og má lesa nánar um það í fundargerð og gögnum sem fylgja, m.a. skýrslu stjórnar, skýrslu reiðveganefndar og skýrslu æskulýðsnefndar.

Við hvetjum ykkur til að lesa þessar skýrslur til að vera upplýst um vinnuna sem var og er í gangi og snertir okkur öll.

Það sem var helst á baugi voru framkvæmdir á svæðinu, í Hliðskjálf, sjoppunni og viðbyggingu reiðhallar auk reiðvegagerðar og viðhanlds. Í skýrslu reiðveganefndar eru myndir frá þeim leiðum sem um ræðir í skýrslunni og fróðlegt er að skoða það sem framkvæmt var á síðasta ári.

Skýrsla æskulýðsnefndar ber vitni um mikið starf þeirrar nefndar og gaman að lesa hana. 

Skipulagsmálin eru reifuð í skýrslu stjórnar ásamt nýjum samningum við sveitarfélögin Árborg og Flóahrepp. Í samningnum við Árborg bættist við styrkur til viðhalds á vallasvæði félagsins og hefur Vallanefnd verið stækkuð það það að markmiði að auka tekjur félagsins með því að gera vallasvæðið okkar eftirsóknarverðara til kynbótasýninga og keppni. Við fengum jafnframt yfirráð yfir grænum svæðum á félagssvæði og lóðum Árborgar austan Gaulverjabæjarvegar en Skipulags og umhverfisnefnd mun sjá um úthlutun svæða til félagsmanna gegn gjaldi. Þeir sem hafa girt af svæði fá möguleika að leigja það svæði af félaginu en gjald hefur ekki verið ákveðið. Félagsgjald var hækkað í 10.000 kr. fyrir almenna félagsmenn og 5.000 fyrir ungmenni. Gjöld af árgjaldi sem renna til LH(1800 kr.), Horses of Iceland(300 kr.) og Worldfeng(350kr.)  samtals 2450 kr.  Áfram verður aðgangur að reiðhöll innifalinn í árgjaldi. 

Á þessu ári er fyrirhugað að halda áfram með viðhald á félagsheimili, ljúka við klæðningu hússins að utan og huga að þakinu.

Nýjir stjórnarmeðlimir tóku til starfa í stað Önnu Rúnarsdóttur og Grétars Halldórssonar og er þeim þakkað fyrir sín störf í stjórn og varastjórn, sjá nánar í fundargerð aðalfundar.

Við horfum bjartsýn til framtíðar. 

Bestu kveðjur,  Stjórnin


Adalf 2020

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sleipnis 2020  sem auglýstur var í Dagskránni 17.mars, verður haldinn miðvikudaginn 24.mars 2021 að Hótel Selfossi  og hefst stundvíslega kl. 20.00 ( húsinu lokað ).

Vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru,Covid19 og fordæmalausra aðstæðna verður fjöldi fundarmanna takmarkaður við lögmæti  fundar eða 70.manns.  Félagsmenn sem hug haf á að sækja aðalfund  þurfa að forskrá sig á vefsvæði félagsins og munu fyrstu 70 skráningarnar gilda til fundasetu. Ef forföll  verða hjá þeim sem ná fundasetu, verður haft samband við þá sem neðar eru en 70 á skráningarlista. Opnað  verður fyrir skráningu á vefsvæði félagsins 18.mars , skráningu lýkur 24.mars kl.12

Þeir sem skráningu ná fá  tilkynningu í sms eða tölvupósti um fundasetu.

Aðalfundur telst löglegur s.k.v 6.grein laga Sleipnis ef  1/10 hluti félagsmanna er á fundi og vegna fjöldatakmarkana  verður nú svo að vera. Skráning fer fram á vefsíðu félagsins með rafrænum hætti og mun kerfið halda utan um röð skráninga, dags.og tímastimplun.

Boðið verður upp á kaffiveitingar með tilliti til sóttvarnarreglna meðan á fundi stendur.

Read more: Aðalfundur Sleipnis 2020

Undirritun á kaupsamningi  milli Hestamannafélagsins Sleipnis og Límtré Vírnets vegna  framleiðslu og efniskaupa viðbyggingar Sleipnishallarinnar ehf.  fór fram þann 07.janúar sl.  Að henni komu fyrir hönd Sleipnis, Magnús Ólason formaður, Karl Hreggviðsson,  Ragna Gunnarsdóttir og Jón Gunnarsson - bygginganefnd reiðhallar, Ingvar Jónsson - umsjónamaður húseigna.  Fyrir hönd Límtré Vírnets, Helgi Kjartansson.

Stjórn félagsins óskar eftir liðsinni sjálfboðaliða félagsins á komandi helgum við væntanlegar byggingaframkvæmdir. Byggingar- og verkstjóri verður Jón Gunnarsson Nánar auglýst á heimasíðu félagsins  og Facebook eftir því sem framkvæmdum miðar áfram.

Kveðja Stjórn Sleipnis

Undirritun web

20 Oct, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um Viðrunarhólf

Vidrunarholf

Skipulagsmál

Skipulagsmal

 Reiðhöll dagatal


Október
20Okt Mið 13:10 - 15:30 Frátekin-FSU_reiðkennsla 
21Okt Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
22Okt Fös 8:15 - 10:05 Frátekin v. FSU Hestabraut 

Hliðskjálf dagatal


Október
20Okt Mið 18:30 - 20:00 Frátekið v. Æskulýðsnefdn 
21Okt Fim 17:00 - 18:00 Frátekin v. Sleipni 
21Okt Fim 19:00 - 20:00 Æskulýðsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraFlettingar á síðu

Users
4
Articles
1971
Articles View Hits
6183595